Erlent

SÞ hóta Súdönum banni

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær ályktun þar sem ríkisstjórn Súdans er hótað banni á olíusölu verði ekki þegar í stað gripið inn í atburðarásina í Darfur-héraði. Þar fara arabískir skæruliðar um og hafa verið sakaðir um þjóðarmorð á svörtum íbúum, að sögn með fulltingi og samþykki stjórnvalda. Kínverjar létu þó þegar í stað af því vita, að þeir myndu leggjast gegn ályktunum sem hefði í för með sér einhverskonar viðskiptaþvinganir, en Kína hefur neitunarvald í öryggisráðinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×