Fleiri fréttir

Al-Zarqawi enn með hótanir

Hryðjuverkamaðurinn Abu Musab al Zarqawi hefur hótað að drepa breskan mann og tvo Bandaríkjamenn innan tveggja sólarhringa, verði ekki öllum írökskum kvenföngum sleppt. Á myndinni sést grímuklæddur maður lesa af blaði yfir gíslunum þrem, sem búið er að binda fyrir augun á.

Blair var varaður við

Tony Blair var varaður við því fyrir stríðið í Írak, að hersveitir yrðu að vera þar árum saman til að tryggja einhverskonar stöðugleika. Sérfræðingar breskra stjórnvalda töldu engar líkur á gereyðingarvopnum í Írak, og að ástæða stríðsáhuga Bandaríkjamanna væri vilji Bush forseta til að ljúka verki föður síns.

Vöruðu Blair við upplausninni

Ári áður en innrásin í Írak hófst var búið að vara Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, við því að ekki væri hægt að tryggja stöðugleika í stjórnarfari Íraks öðru vísi en að hafa fjölmennt herlið í landinu í mörg ár eftir að innrás lyki. Frá þessu greindi breska dagblaðið Daily Telegraph sem komst yfir leyniskjöl um aðdraganda innrásarinnar.

Viðræður fóru út um þúfur

Vonir um að takast mætti að ná samkomulagi um starfhæfa heimastjórn á Norður-Írlandi í viðræðum sem lauk í gær gengu ekki eftir en Bertie Ahern og Tony Blair, forsætisráðherrar Írlands og Bretlands, sögðu þó að árangur hefði náðst. Þeir virkuðu þó þreytulegir og vonsviknir á blaðamannafundi.

Segja Írönum að hætta auðgun úrans

Íranar verða að hætta starfsemi sinni sem miðar að því að auðga úran fyrir haustið ef þeir vilja vera öruggir um að máli þeirra verði ekki vísað til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna samkvæmt samþykkt Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar.

Októberhátíð sett í 171. skipti

Íklæddur hinum hefðbundnu hnésíðu leðurbuxum setti Christian Ude, borgarstjóri í München, októberhátíðina sem er nú haldin í 171. skipti. Um hálf milljón manna var við setningu hátíðarinnar og viðburði fyrsta dags þessarar hálfs mánaðar löngu uppákomu en alls er gert ráð fyrir að sex milljónir gesta víðs vegar að úr heiminum sæki hátíðina.

Keppa um völdin

Harðlínuþjóðernissinnar og umbótasinnar sem vilja aukin samskipti við Vesturlönd takast á um völdin í sveitarstjórnarkosningum sem fara fram í Serbíu í dag. Umbótasinnar eru taldir líklegir til að halda völdum í höfuðborginni Belgrad en þjóðernissinnum er spáð sigri á landsbyggðinni.

Hringdi í eigin útför

Dóttir Dane Squires fékk taugaáfall þegar faðir hennar hringdi í hana. Hún var þá stödd í útför þar sem ættingjarnir töldu sig vera að kveðja Squires í hinsta sinn.

Í fallhlífastökk á níræðisaldri

Á annan tug fyrrverandi fallhlífahermanna, sem flestir eru komnir á níræðisaldurinn, stökk úr flugvél og sveif til jarðar nærri Arnhem í Hollandi í fallhlíf til að minnast þess að sextíu ár eru liðin frá orrustunni um Arnhem. Orrustan var hluti af tilraun Breta til að ná nokkrum brúm yfir fljótin Maas, Rín og Waal á sitt vald. Tilraunin mistókst.

Refsiaðgerðum hótað

Súdönsk stjórnvöld verða að binda enda á árásir arabískra vígasveita á þeldökka íbúa Darfur-héraðs í Súdan eða vera viðbúin því að vera beitt refsiaðgerðum. Þannig hljómar samþykkt öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem samþykkt var með ellefu atkvæðum, en fjögur ríki sátu hjá við afgreiðsluna.

Danska þjóðin undrandi

Danska þjóðin er undrandi á fréttum um skilnað Jóakims Danaprins og Alexöndru, eiginkonu hans. Danir hafa tekið Alexöndru opnum örmum og hjónabandið, sem varað hefur í níu ár, hefur þótt vera hamingjuríkt.

Basayev ber ábyrgðina

Tétésneski skæruliðaforinginn, Shamil Basayev, hefur lýst ábyrgð á hendur sér á hryðjuverkunum í skólanum Beslan í Rússlandi, þar sem 320 fórust. Þetta kemur fram á heimasíðu hóps téténeskra uppreisnarmanna.

20 látnir eftir Ivan

Að minnsta kosti tuttugu manns létust þegar fellibylurinn Ivan gekk yfir suðurströnd Bandaríkjanna í gær. Fellibylurinn olli þó minni skaða en óttast hafði verið. Vindhraði Ivans var tvö hundruð og níu kílómetrar á klukkustund. Til samanburðar komst vindhraðinn í kviðum upp í 180 kílómetra þegar illviðrið gekk yfir sunnanvert Ísland í fyrrinótt.

Öryggi breska þingsins í molum

Enn eitt örygishneykslið skekur nú breska þingið, aðeins sólarhring eftir að nokkrir andmælendur refaveiðibannsins, sem samþykkt var á þinginu í gær, tókst að ryðjast þar alveg inn á gafl í mótmælaskyni. Nú upplýsir hasarblaðið Sun að það hafi laumað þjóni inn í þjónalið þingsins á fölsuðum pappírum.

13 fórust í Írak í morgun

Þrettán fórust í sjálfsmorðsárás í Bagdad í morgun og tuttugu særðust. Talsmaður heilbrigðisráðuneytisins í Bagdad segir ástæðu til að óttast að talan muni hækka, þar sem sprengjan hafi verið mjög öflug. Bíl var ekið upp að eftirlitsstöð lögreglunnar í miðborg Bagdad-borgar og bifreiðin sprengd í loft upp með fyrrgreindum afleiðingum.

Svíar óhræddir við veikindafrí

Svíar telja það í góðu lagi að taka sér veikindafrí frá vinnu vakni þeir þreyttir og leiðir, samkvæmt nýrri rannsókn. Sextíu og fimm prósent þeirra telja streytu í vinnu góða ástæðu og fjörutíu og eitt prósent telur deilur við yfirmann eða samstarfsfélaga nægja til að taka sér veikindafrí. Félagsmálayfirvöld eru ekki á sama máli og hyggjast því hefja herferð til að fræða almenning um hvenær megi, lögum og reglum samkvæmt, taka sér veikindafrí

Hrópað á Lauru

Móðir bandarísks hermanns sem lést í átökum í Írak var handtekin í gær fyrir að trufla ræðu Lauru Bush, eiginkonu Georgs Bandaríkjaforseta. Konan, íklædd stuttermabol með áletruninni: „Bush forseti: Þú drapst son minn," hrópaði spurningum að Lauru þar sem hélt ræðu á kosningafundi í New Yersey.

Harry heldur uppi merkjum Díönu

Harry Bretaprins segist vilja halda áfram góðgerðastarfinu sem móðir hans lagði mikla áherslu á. Hann segist ekki vilja reyna að fylla skarðið sem brotthvarf hennar olli, það geti enginn gert. Hann vill hins vegar gera sitt í von um að móðir hans geti verið stollt af honum.

Ólgunni linnir ekki í Írak

Blóðsúthellingarnar halda áfram í Írak. Undanfarinn sólarhring hafa um hundrað manns fallið í bardögum og hryðjuverkaárásum. Í skýrslu Bandaríkjastjórnar, sem hulunni hefur verið svipt af, er varað við hættunni á borgarastríði og dregið í efa að lýðræði í Írak sé raunhæft á næstunni. .

Enn einn fellibylurinn af stað

Enn einn fellibylurinn veldur nú usla í Karíbahafinu. Fellibylurinn Jeanne hefur þegar valdið dauðsföllum í Dóminíska lýðveldinu, og bylurinn Ívan kostaði tuttugu manns lífið á suðurströnd Bandaríkjanna.

Breska þingið er skotmark

Talsmaður breska þingsins upplýsti í morgun að leyniþjónustan hefði vitneskju um það að breska þignið væri skotmark Al Qaeda hryðjuverkasamtakanna. Þessi yfirlýsing kemur á afar viðkvæmum tímapunkti þar sem nú er áþreifanlega ljóst að öryggismál þingsins eru í rusli.

Svíar oft veikir

Svíar taka sér veikindafrí, vakni þeir þreyttir og leiðir. Raunar virðist þeim finnast hvaða afsökun sem er duga, samkvæmt nýrri rannsókn. Yfirvöld telja rétt að bregðast við þessum með fræðsluherferð.

Bush gagnrýnir heilbrigðisáform

George Bush, Bandaríkjaforseti hefur gagnrýnt hugmyndir John Kerrys í heilbrigðismálum, sem hann segir þunglamalegar og allt of miðstýrðar. Hann segir að sjálfur búi hann yfir einföldum hugmyndum sem eigi að gera það að verkum að hágæða heilbrigðisþjóunsta verði viðráðanleg fyrir alla

Símaviðtöl lækna þunglyndi

Símaviðtöl geta bætt líðan þunglyndra samkvæmt nýrri rannsókn lækna í Seattle í Bandaríkjunum. Í rannsókninni, sem náði til 600 þunglyndra einstaklinga af báðum kynjum, var staðalaðri hugrænni atferlismeðferð beitt í 30-40 mínútur með reglulegu millibili í 18 mánuði.

Nýr fellibylur

Hver fellibylurinn rekur nú annan í Karíbahafi. Ívan grimmi lék Bandaríkjamenn grátt í nótt og fast á hæla honum bylurinn Jeanne, sem olli mannfalli á sama tíma.

Ólgan í Írak heldur áfram

Það er útilokað að halda frjálsar kosningar í Írak að óbreyttu, segir Colin Powell. Skálmöldin í landinu fer versnandi, mannfall eykst og ringulreiðin líka. Fleiri en tvö hundruð Írakar hafa fallið í sprengjuregni og hryðjuverkaárásum undanfarna sólarhringa, þar af á sjötta tug í dag.

Þreyta sama og veikindi

Þreyta í morgunsárið er nægjanlega góð ástæða til að tilkynna veikindi í vinnunni að mati 40 prósenta Svía, samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Þar kemur einnig fram að tveir af hverjum þremur aðspurðum segja fyllilega eðlilegt að tilkynna veikindi ef þeir vinna við streituvaldandi aðstæður.

Íraksstríðið ólöglegt segir Annan

Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, segir stríðið í Írak hafa verið ólöglegt en Annan sagði í viðtali á BBC að sú ákvörðun Bandaríkjamanna að fara í stríð í Írak án samþykkis Sameinuðu þjóðanna hafi verið ólögleg.

Jóakim og Alexandra að skilja

Jóakim Danaprins og eiginkona hans, Alexandra, ætla að skilja að skiptum eftir níu ára hjónaband. Þetta var formlega tilkynnt á blaðamannafundi í dönsku konungshöllinni í morgun. Jóakim og Alexandra giftust árið 1995 og eiga tvo syni, Nikolai og Felix.

Ívan að ganga á land í Alabama

Fellibylurinn Ívan er í þessum töluðu orðum að ganga á land í Alabama-ríki í Bandaríkjunum. Þegar hafa tveir látið lífið. Veðurbauja á Mexíkóflóa mældi 16 metra háa öldu í miðju fellibylsins snemma í morgun og sérfræðingar óttast að slík flóðbylgja valdi gríðarlegu tjóni þegar hún nær ströndinni.

Skilnaðurinn reiðarslag fyrir Dani

Jóakim Danaprins og eiginkona hans Alexandra ætla að skilja eftir níu ára hjónaband. Fréttirnar eru reiðarslag fyrir dönsku þjóðina. Formlega var tilkynnt um skilnaðinn á blaðamannafundi í dönsku konungshöllinni í morgun.

Tveir hafa látið lífið

Þegar hafa tveir látið lífið í Bandaríkjunum af völdum fellibylsins Ívans sem nú hefur náð landi í Alabama-ríki. Enn einn fellibylurinn er að sækja í sig veðrið á Karíbahafinu.

800.000 ríkisstarfsmenn í verkfall

Átta hundruð þúsund ríkisstarfsmenn í Suður-Afríku lögðu niður vinnu í nokkrum borgum landsins dag og krefjast nú launahækkunar og aukinna fríðinda.

Tólf hafa látist í Bandaríkjunum

Tólf manns hafa látið lífið í áhlaupi Ívans grimma á Bandaríkin. Mikið hefur dregið úr styrk fellibylsins sem nú gengur norður eftir Alabama-ríki.

Voru með stolin vopn

Vopnin sem gíslatökumennirnir í skólanum í Beslan notuðu áttu uppruna sinn að rekja í vopnabúr lögreglunnar. Ríkissaksóknari Rússlands, Vladimir Ustinov, sagði að gíslatökumennirnir hefðu stolið vopnunum í nokkrum árásum á lögreglustöðvar í júní.

Neita öllum viðræðum

Norður-Kóreumenn segjast ekki til viðræðu um kjarnorkuáætlun sína fyrr en Suður-Kóreumenn hefðu sagt allan sannleikann um leynilegar tilraunir sínar með kjarnorku.

Berjast um völdin

Útlit er fyrir að valdadagar Megawati Sukarnoputri, forseta Indónesíu, séu taldir. Fyrstu almennu forsetakosningarnar fara fram á mánudag og er andstæðingur Sukarnoputri, Susilo Bambang Yudhoyono, talinn sigurstranglegri.

Austur-Tímorbúum fjölgar mikið

Eftir mikinn fólksflótta frá Austur-Tímor, meðan á aldarfjórðungslöngu og ofbeldisfullu hernámi Indónesa stóð, er landsmönnum farið að fjölga mikið í kjölfar þess að Indónesar hurfu á braut.

Kennari klippti í eyru nemenda

Kennari klippti í eyrun á sautján sex til níu ára gömlum nemendum sínum þar sem hann var ósáttur við að þau hættu að lesa upphátt þegar hann gekk út úr kennslustofunni. Sauma þurfti í eyru tveggja barnanna til að gera að sárum þeirra en í flestum tilfellum dugði að setja plástur á sárin.

Taylor veldur enn vanda

Erfiðlega mun ganga að byggja Líberíu upp á nýjan leik eftir langt borgarastríð svo lengi sem Charles Taylor, fyrrum forseti og stríðsherra, gengur laus, sagði Jacques Klein, sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í málefnum Líberíu.

Myrti barnunga bræður

Fertugur karlmaður hefur verið handtekinn, grunaður um að hafa numið tvo unga bræður á brott og myrt þá. Eldri bróðirinn var fjögurra ára en sá yngri þriggja ára. 

Varað við borgarastríði í Írak

Bandaríska leyniþjónusturáðið hefur varað George W. Bush Bandaríkjaforseta við því að borgarastríð kunni að brjótast út í Írak fyrir árslok 2005. Þetta byggir ráðið á rannsókn stjórnmála, efnahags- og öryggismála í Írak. Ráðið segir þrjá möguleika fyrir hendi um þróun mála í Írak og alla slæma.

Ívan grimmi kostaði tólf lífið

Í það minnsta tólf létu lífið þegar fellibylurinn Ívan gekk á land í Bandaríkjunum. Hamfarirnar voru þó minni en sérfræðingar höfðu óttast. Vindhraðinn mældist 209 kílómetrar á klukkustund. Fjöldi hvirfilbylja myndaðist þegar Ívan gekk yfir og rifu þeir upp tré, skilti og þök af húsum.

Hátt í milljón í verkfall

Hátt í milljón suður-afrískra launþega fór í verkfall til að krefjast hærri launa og meiri hlunninda. Verkfallið er að sögn verkalýðsforkólfa hið fjölmennasta í sögu Suður-Afríku. Tugþúsundir ríkisstarfsmanna fóru í mótmælagöngur í borgunum Pretoríu, Höfðaborg og Durban auk fleiri borga. Mótmæli fóru friðsamlega fram.

Morðinginn vill afslátt

Norskur maður sem var dæmdur til 21 árs fangelsisvistar fyrir að eiga þátt í morðunum á foreldrum sínum hefur krafist þess að fá afslátt af kaupverði heimilis foreldra sinna. Rök hans eru að við verðmat hússins hafi ekki verið tekið tillit til vissra skemmda. Skemmdirnar eru eftir byssukúlur sem skotið var að foreldrum hans þegar þau voru myrt.

Sjá næstu 50 fréttir