Erlent

300 látnir og fer fjölgandi

Óttast er að minnst þrjú hundruð manns hafi farist þegar hitabeltisstormurinn Jeanne reið yfir eyna Haítí í Karíbahafi í gær. Óveðrið olli mestu tjóni við strandbæ í norðvesturhluta landsins en þar urðu flestir vegir eins og beljandi stórfljót. Þetta er í annað skipti á skömmum tíma sem flóð valda miklum usla á Haítí því aðeins eru fjórir mánuðir frá því um þrjú þúsund manns létust í gríðarmiklum flóðum við landamæri Haíti og Dóminíska lýðveldisins. Óttast er að tala látinna nú eigi eftir að hækka þar sem fjölda manns er enn saknað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×