Erlent

Hótaði að sprengja skóla

Lögregla í litlum bæ í Michigan í Bandaríkjunum hefur handtekið sautján ára pilt sem hótaði því á Netinu að hann ætlaði að sprengja skólann sem hann er nemandi í. Sextán ára stúlka sem ræddi við piltinn á spjallrás á Netinu vísaði lögreglunni á hann. Við leit heima hjá piltinum fundust leiðbeiningar um það hvernig búa eigi til sprengjur og myndbandsspóla sem sýna hann með ýmis árásarvopn. Pilturinn lýsti því nákvæmlega fyrir stúlkunni hvernig hann ætlaði að sprengja skólann. Ástæðuna sagði hann vera þá að hann vildi ná sér niðri á kennurum og nemendum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×