Erlent

Zemin hættir með herinn

Jiang Zemin hætti í morgun sem yfirmaður kínverska hersins, en það er síðasta staðan sem hann gegndi innan kínverska kommúnistaflokksins. Leiðtogi flokksins, Hu Jintao, tekur við embættinu. Allsherjarfundur miðstjórnar kommúnistaflokksins stendur nú í Peking, og þar var gengið formlega frá því að Hu yrði æðsti og valdamesti maður flokksins. Hann er því formaður flokksins, forseti landsins og yfirmaður hersins. Þetta er í fyrsta sinn frá því að kommúnistaflokkurinn tók við völdum í Kína sem valdaskipti verða með yfirveguðum hætti innan flokksins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×