Erlent

Hryðjuverkamenn streyma til Íraks

Iyad Allawi, forsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar í Írak, óttast að alþjóðlegir hryðjuverkamenn streymi nú til landsins og reyni að spilla friðnum enn frekar. Allawi, sem þessa dagana er í Bretlandi til viðræðna við þarlenda ráðamenn, tekur þannig undir með Tony Blair, forsætisráðherra Breta, sem telur að framvinda mála í Írak hafi lykilþýðingu í baráttunni gegn hryðjuverkum. Robin Cook, fyrrverandi utanríkisráðherra, bendir hins vegar á að þessi staða sé á ábyrgð þeirra þjóða sem að innrásinni stóðu því enga alþjóðlega hryðjuverkamenn hafi verið að finna í landinu þangað til fyrir hálfu öðru ári síðan. Írösku bráðabirgðastjórninni hefur gengið illa að koma á reglu og enn eru nokkur svæði sem eru ekki undir hennar stjórn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×