Erlent

Hægri sigur í A-Þýskalandi?

Búist er við að hægri öfl vinni stórsigur í sambandslandskosningum í Brandenburg og Saxlandi í fyrrverandi Austur-Þýskalandi í dag. Búist er við að Sósíaldemókrataflokkur Gerhards Schröders, kanslara Þýskalands tapi stórt, enda óánægja kjósenda með endurbætur á velferðarkerfinu og vaxandi atvinnuleysi mikil. Staðan í fyrrverandi Austur Þýskalandi er slæm, fólk þar fær enn lægri laun og minni fríðindi og eftirlaun en fólk í Vestur Þýskalandi. Þá er atvinnuleysi hátt í tuttugu prósent og er talið að úrslit kosninganna í dag muni endurspegla þá óánægju sem ríkir með þetta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×