Erlent

11 látast af völdum Jeanne

Ellefu manns fórust þegar fellibylurinn Jeanne reið yfir Dóminíska lýðveldið. Hundruð heimila eyðilögðust og þúsundir urðu að flýja veðurofsann. Jeanne stefnir nú hraðbyri yfir suðausturhluta Bahama-eyja. Annar öflugur stormur, sem hlotið hefur nafnið Karl, dýpkar nú úti á Atlantshafinu og stefnir í kjölfar Jeanne og Ívans. Óttast er að hann verði orðinn að fellibyl áður en hann nær inn á Karíbahafið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×