Fleiri fréttir

Mál Mijailovic fyrir Hæstarétt

Hæstiréttur Svíþjóðar hefur ákveðið að taka fyrir mál Mijailo Mijailovic sem fundinn var sekur um að myrða Önnu Lindh, þáverandi utanríkisráðherra, fyrir ári síðan.

Lágir vextir í Noregi

Vextir á íbúðalánum eru nú frá 2,9% og lánin eru óverðtryggð í Noregi. Þar í landi bjóða lánastofnanir allt önnur kjör en íslenskar stofnanir hreykja sér af.

Morðmál Önnu Lindh tekið upp á ný

Morðmál Önnu Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar, verður tekið upp á ný. Stutt er síðan dómstóll í Svíþjóð felldi úr gildi upphaflega dóminn yfir morðingjanum Míhajlovich, og úrskurðaði að hann skildi vistaður á réttargeðdeild.

Fellibylurinn Ívan á leið til Kúbu

Ívani grimma vex enn ásmegin. Fellibylurinn er einhver sá öflugasti sem um getur og stefnir hraðbyri á Kúbu. Þar hefur ríflega milljón manna verið flutt frá þeim svæðum þar sem óttast er að tjónið verið mest.

Batman í Buckinghamhöll

Leðurblökumaðurinn tók sér stöðu á svölum Buckinghamhallar í dag. Reyndar var þetta karlmaður í búningi Leðurblökumannsins, ekki sjálf ofurhetjan. Maðurinn vildi mótmæla meintri mismunum breskra dómstóla, en samtökin Feður fyrir réttlæti segja þá einatt styðja mæður í skilnaðar- og umgengnisréttarmálum.

Pútín herðir tökin

Völdin færast á fárra hendur í Rússlandi, þar sem Vladímír Pútin, forseti , vill herða baráttu gegn hryðjuverkum. Til þess að það gangi sem best leggur hann til breytingar sem færa honum meiri völd en nokkri sinni síðan að Sovétríkin liðu undir lok.

14 látnir á Jamaíka

Nú er talið að að minnsta kosti fjórtán manns hafi látið lífið þegar fellibylurinn Ivan fór yfir Karíbahafseyjuna Jamaíka í gær. Fellibylurinn stefnir nú óðfluga á Kúbu og þar undirbúa menn sig undir það versta.

Kjarnorkusprenging í Norður-Kóreu?

Gríðarmikil sprengja virðist hafa sprungið í Norður-Kóreu í síðustu viku og um tíma var óttast að um kjarnorkusprengju hafi verið að ræða. Það hefur þó ekki fengið staðfest.

Sharon tekur hart á öfgahópum

Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, virðist ætla að taka hart á hægri öfgahópum í landinu. Hann var afar harðorður í garð öfgahópa í dag, sakaði þá um að reyna að egna til borgarastyrjaldar í landinu og boðaði herta löggjöf til að hafa hemil á þessum hópum.

Sjö manns drepnir í Afganistan

Að minnsta kosti sjö manns voru drepnir í átökum stuðningsmanna Ismail Khan, fráfarandi leiðtoga Herat-héraðsins í Afganistan, og afgönsku lögreglunnar í höfuðborg héraðsins í morgun. Mótmæli brutust út í héraðinu eftir að Hamid Karzai, forseti Afganistan, rak Khan úr embætti í gærdag.

Drepa konurnar eftir sólarhring

Írakskur öfgahópur, sem heldur tveimur ítölskum hjálparstarfsmönnum í gíslingu í Írak, hefur hótað að drepa konurnar, dragi Ítalíustjórn ekki herlið sitt frá Írak. Hópurinn, sem kallar sig Islamic Jihad, birti kröfur sínar Netinu og gefur ríkisstjórn Ítalíu sólarhring til að verða við kröfum sínum.

Einn versti fellibylur Karíbahafs

Nú er talið að að minnsta kosti sextán manns hafi látið lífið þegar fellibylurinn Ívan fór yfir Karíbahafseyjuna Jamaíka í gær. Fellibylurinn stefnir nú óðfluga á Kúbu og þar undirbúa menn sig undir það versta.

Átök í minningargöngu

Átök brutustu út í Chile í gær þegar þess var minnst að þrjátíu og eitt ár eru frá valdaráni hersins og morðinu á Salvador Allende, forseta landsins. Nokkur þúsund manns tóku þátt í árlegri minningargöngu frá miðborg Santíago að aðal kirkjugarði borgarinnar.

13 látnir og 61 særður

Átök halda áfram í Írak en þrettán létust og að minnsta kosti 61 særðist í árásum þegar þyrlur Bandaríkjahers skutu á hóp Íraka sem hafði safnast við brennandi farartæki hersins í Bagdad. Á öðrum stað í Bagdad létust níu Írakar í átökum við hermenn.

Rússar vilja alþjóðlega samvinnu

Varnarmálaráðherra Rússa, Sergei Ivanov, sagði í dag að Rússar myndu efla öryggisveitir sínar og leita eftir alþjóðlegri samvinnu til að ná hryðjuverkamönnunum sem drápu að minnsta kosti 327 gísla í Beslan í Norður-Ossetíu. Helmingur þeirra sem lést voru börn.

21 talíbani felldur

Allt að tuttugu og einn skæruliði talíbana var felldur þegar árásarþyrlur Bandaríkjamanna skutu á hóp þeirra sem lagt hafði á flótta undan sameiginlegri framsókn Bandaríkjamanna og Afgana, skammt frá Kandahar.

Hörðustu bardagar í margar vikur

Einhverjir hörðustu götubardagar í margar vikur hafa geisað síðasta sólarhringinn í Bagdad, höfuðborg Íraks. Óöld ríkir þar og svo virðist sem enginn hafi stjórn á ástandinu.

Sorgin fært heimsbyggðina nær

Íbúar í Beslan, Madrid, New York og í Jakarta hafa persónulega reynslu af hversu lífið er hverfult og þjáning þeirra hefur leitt íbúa heimsins þéttar saman.

Ívan grimmi hefur fellt fimmtíu

Fellibylurinn Ívan, sem fengið hefur viðurnefnið grimmi, gengur nú yfir Cayman-eyjur og stefnir á Kúbu. Um fimmtíu manns liggja í valnum eftir yfirreið Ívans um Karíbahaf. Veðurofsinn í fellibyljum er sambærilegur við allra verstu veður sem verða á Íslandi.

Kjarnorkusprenging í Norður-Kóreu?

Uppnám ríkir á Kóreuskaga í kjölfar frétta um að gríðarmikil sprenging hafi orðið í Norður-Kóreu í síðustu viku. Sá orðrómur er á kreiki að kjarnorkusprenging hafi orðið þótt sérfræðingar hafi vísað því á bug. 

Bush vottar virðingu

George Bush, forseti Bandaríkjanna, heimsótti rússneska sendiráðið í Washington öllum að óvörum í gær og vottaði samúð sína með fórnarlömbunum í bænum Beslan með því að skrifa í minningarbók þeim til handa.

Kostnaður langt yfir áætlun

Líkur eru á að grísk stjórnvöld þurfi að glíma við gífurlega fjárlagahalla næstu árin en forsætisráðherra landsins hefur viðurkennt að Ólympíuleikarnir hafi kostað mun meira en nokkurn óraði fyrir.

Olíuhækkun í pípunum

Gert er ráð fyrir að lágmarksverð fyrir tunnu af olíu verði 30 dollarar eftir fund OPEC ríkjanna sem verður í vikunni.

Nýr El Nino að myndast

Loftslagsfræðingar telja að nýr El Nino sé að myndast í Kyrrahafinu en slíkt fyrirbrigði getur haft áhrif á veðurfar víða um heim.

Svepplaga ský myndaðist

Risastórt svepplaga reykský sást á myndum veðurtungla eftir mikla sprengingu sem átti sér stað í Yanggang héraði í norðurhluta Norður-Kóreu nærri landamærum Kína skömmu fyrir hádegi síðasta fimmtudag. Skýið var um 3,5 til 4 kílómetrar í þvermál.

Vara við borgarastyrjöld

Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, var ómyrkur í máli á sunnudag þegar hann gagnrýndi þau öfl sem setja sig upp á móti áætlunum hans um að afnema landnemabyggðir gyðinga á Gaza-ströndinni og draga ísraelskar hersveitir burt frá svæðinu.

Ræningjar meiri skaðvaldar en Ívan

Fellibylurinn Ívan gekk á land á Jamaíka í nótt með úrhellisrigningu og hávaðaroki. Tré og ljósastaurar rifnuðu upp umhverfis Kingston, höfuðborg Jamaíka, í veðurofsanum og rigningavatn flæddi um götur borgarinnar. Við fyrstu sýn virðist þó sem ræningjar, sem notuðu tækifærið og létu greipar sópa í miðborginni, hafi valdið öllu meiri skaða en fellibylurinn

Liðsforingi viðurkennir brot

Bandarískur liðsforingi hefur viðurkennt fyrir dómstólum að hafa brotið gegn föngum í hinu illræmda Abu Ghraib fangelsi í Bagdad. Spurður hvers vegna hann hefði látið afklæða fangana sagði hann að hann hefði tengt þá mönnum sem drepið hefðu tvo bandaríska hermenn.

Bílsprengja í Sádi-Arabíu

Sprenging varð í bíl í Jedda í Sádi-Arabíu í morgun. Sjónarvottar segja að bílstjórinn hafi slasast. Sprengjan var í farangursrými bílsins sem lagt var við hraðbanka.

Dæmdur fyrir brotin í Abu Ghraib

Fyrsti hermaður þeirrar deildar bandaríska hersins er sér um njósnir og upplýsingaöflun, sem dreginn var fyrir rétt fyrir brotin í Abu Ghraib fangelsinu í Bagdad, fékk í dag átta mánaða fangelsisdóm, lækkun í tign og brottvikningu úr hernum.

17 enn á sjúkrahúsi

Sautján af þeim 47 sem slösuðust í lestarslysinu í Svíþjóð í gær eru enn á sjúkrahúsi í Kristianstad og einn hefur verið fluttur á spítalann í Lundi. Tveir eru á gjörgæsludeild, alvarlega slasaðir en ekki í lífshættu. Tveir lestarstjórar létust í árekstrinum þegar lestin ók inn í hliðina á flutningabíl sem var fastur á teinunum. Ökumaður bílsins hafði náð að forða sér.

Þrjú ár frá árásinni á Bandaríkin

Hryðjuverkaárásanna í New York og Washington þann 11. september 2001 er minnst í dag. Á þeim þremur árum sem liðin eru hefur hryðjuverkum fjölgað í heiminum, al-Kaída samtökin lifa góðu lífi og Osama bin Laden gengur enn laus. 

Ár liðið síðan Anna Lindh var myrt

Í dag er ár liðið frá því að Anna Lindh utanríkisráðherra Svía var myrt í NK-vöruhúsinu í Stokkhólmi. Sænsku konungshjónin eru farin af landi brott eftir opinbera heimsókn og einkaheimsókn hér á landi til að vera viðstödd minningarathöfn um Önnu Lindh.

Tveir létust í sprengingu í Basra

Tveir létust og þrír liggja sárir eftir að sprengja í vegkanti sprakk nærri bandaríska sendiráðinu í borginni Basra í suðurhluta Íraks í dag. Hinir látnu voru í bifreið á leið fram hjá sprengjunni en þeir sem særðust voru gangandi vegfarendur.

Misnota hörmungarnar 11. sept.

Íslamskur leiðtogi í Pakistan segir að George Bush Bandaríkjaforseti noti stríðið gegn hryðjuverkum til að afla sér vinsælda á pólitískum vettvangi og til að reka and-múslimskan áróður.

Heimurinn vill Kerry

Þrátt fyrir að nýjustu fylgiskannanir í Bandaríkjunum sýni að George W. Bush yrði endurkjörinn forseti Bandaríkjanna ef kosningarnar færu fram nú, þá virðist sem niðurstaðan yrði allt önnur ef aðrir íbúar heimsins fengju að ráða.

Ívan sveigði af leið

Fellibylurinn Ívan sveigði af leið á síðustu stundu og miðja hans fór því ekki beint yfir höfuðborg Jamaíka eins og spáð hafði verið. Þó létust að minnsta kosti tveir. Hættan er ekki liðin hjá því Ívan heldur áfram för og næst verður Kúba fyrir barðinu á honum.

Árangur í hryðjuverkastríðinu?

Það er umdeilt hvort árangur hafi náðst í stríðinu sem hófst í kjölfar árásanna á Bandaríkin fyrir þremur árum. Eitt er þó víst: al-Kaída samtökin eru enn starfandi og Osama bin Laden gengur enn laus.

Of mörg vítamín skaðleg

Of mörg vítamín geta skaðað heilsuna og því vilja Danir, sem hert hafa reglur um vítamín og fæðubótarefni í matvælum til muna, að aðrar þjóðir Evrópu fylgi þeim reglum sem þeir hafa sjálfir sett.

Ivan einn sá öflugasti

Neyðarástandi var lýst yfir á Jamaíka skömmu áður en einn öflugasti fellibylur í sögu landsins gekk yfir með miklum vindum og rigningum í fyrrinótt. Olli hann miklu tjóni á mannvirkjum en ekki hafði frést af mannslátum vegna hans eins og átti sér stað þegar hann gekk yfir Grenada fyrr í vikunni. Þá létust tæplega 30 manns.

Einangrun vegna misþyrminga

Fyrsti bandaríski hermaðurinn sem fundinn hefur verið sekur um dólgshátt gagnvart föngum í haldi bandamanna í Abu Ghraib fangelsinu í Írak hlaut átta mánaða einangrunardóm fyrir herdómstól í Írak.

Lofar Ítölum allri hjálp

Forseti Íraks, Ghazi Yawar, hefur lofað ítölskum stjórnvöldum fullum stuðningi við að fá lausar úr haldi mannræningja tvær stúlkur sem störfuðu við hjálparstörf í landinu þegar þeim var rænt.

Átak gegn byssueign

Átak brasilískra yfirvalda gegn almennri bysseign landa sinna hefur gengið mun betur en vonir stóðu til en tilefnið er sú háa tíðni morða í landinu á ári hverju.

Búast við annarri árás

Ástralskir leyniþjónustumenn telja miklar líkur á að annar hópur hryðjuverkamanna sé að undirbúa frekari sprengjutilræði í Jakarta, höfuðborg Indónesíu, en níu fórust og tæplega 200 særðust þegar sprengja sprakk fyrir utan sendiráð Ástralíu í borginni á fimmtudag.

Minnast fórnarlamba 11. september

Athafnir til minningar um þá fjölmörgu sem fórust í hryðjuverkunum þann ellefta september 2001 fóru fram víða í landinu í gær.

Sjá næstu 50 fréttir