Erlent

Dæmdur fyrir brotin í Abu Ghraib

Fyrsti hermaður þeirrar deildar bandaríska hersins, er sér um njósnir og upplýsingaöflun, sem dreginn var fyrir rétt fyrir brotin í Abu Ghraib fangelsinu í Bagdad, fékk í dag átta mánaða fangelsisdóm, lækkun í tign og brottvikningu úr hernum. Misþyrmingarnar á föngunum ollu mikilli hneykslan þegar upp um þær komst fyrr á árinu eins og frægt varð og voru vatn á myllu andstæðinga Íraksstríðsins. Hermaðurinn, Armin Cruz að nafni, viðurkenndi ákærurnar sem bornar voru á hann um misþyrmingar og að fyrirskipa pyntingar á föngum. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna er sagt bíða mikla álitshnekki vegna dómsins því það hafði áður fullyrt að brotin sem áttu sér stað í Abu Ghraib hafi einungis verið framin af undirmönnum í hernum og að þeirra eigin frumkvæði. Teikningin er af Cruz í réttarsalnum.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×