Erlent

13 látnir og 61 særður

Átök halda áfram í Írak en þrettán létust og að minnsta kosti 61 særðist í árásum þegar þyrlur Bandaríkjahers skutu á hóp Íraka sem hafði safnast við brennandi farartæki hersins í Bagdad. Á öðrum stað í Bagdad létust níu Írakar í átökum við hermenn. Tíu létust einnig , þar á meðal börn og konur, þegar bandarískt herlið gerði árás á íbúðarhverfi í Fallujah í dag. Jafnframt eru fjörutíu sárir eftir árásina. Upplýsingafulltrúar bandaríska hersins hafa ekki viljað tjá sig um árásina að svo stöddu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×