Erlent

Bush vottar virðingu

George Bush, forseti Bandaríkjanna, heimsótti rússneska sendiráðið í Washington öllum að óvörum í gær og vottaði samúð sína með fórnarlömbunum í bænum Beslan með því að skrifa í minningarbók þeim til handa. Heimsóknin kom þó ekki meira á óvart en svo að ljósmyndarar helstu fréttamiðla voru á staðnum. Þrjú ár eru síðan sorgin knúði dyra í Bandaríkjunum þann 11. september og hafa rússnesk stjórnvöld gagnrýnt að erlendir fréttamenn hafi gert minna úr hryðjuverkunum í Beslan en annars staðar í heiminum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×