Erlent

Átök í minningargöngu

Átök brutustu út í Chile í gær þegar þess var minnst að þrjátíu og eitt ár eru frá valdaráni hersins og morðinu á Salvador Allende, forseta landsins. Nokkur þúsund manns tóku þátt í árlegri minningargöngu frá miðborg Santíago að aðal kirkjugarði borgarinnar. Ofbeldisseggir blönduðu sér í hóp göngumanna og hófu að henda eldsprengjum og steinum að lögreglu sem svaraði með táragasi og með því að sprauta vatni á óeirðaseggina. Valdarán hersins í Chile þann 11. september 1973 markaði upphafið að sautján ára herstjórn Agústo Pinochet. Dómstóll í Chile hefur nú svipt Pinochet friðhelgi en það opnar fyrir þann möguleika að hægt verði að sækja hann til saka fyrir þau mannréttindabrot sem framin voru í stjórnartíð hans. Talið er að hann hafi látið myrða meira en þrjú þúsund pólitíska andstæðinga sína.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×