Erlent

17 enn á sjúkrahúsi

Sautján af þeim 47 sem slösuðust í lestarslysinu í Svíþjóð í gær eru enn á sjúkrahúsi í Kristianstad og einn hefur verið fluttur á spítalann í Lundi. Tveir eru á gjörgæsludeild, alvarlega slasaðir en ekki í lífshættu. Tveir lestarstjórar létust í árekstrinum þegar lestin ók inn í hliðina á flutningabíl sem var fastur á teinunum. Ökumaður bílsins hafði náð að forða sér.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×