Erlent

Einangrun vegna misþyrminga

Fyrsti bandaríski hermaðurinn sem fundinn hefur verið sekur um dólgshátt gagnvart föngum í haldi bandamanna í Abu Ghraib fangelsinu í Írak hlaut átta mánaða einangrunardóm fyrir herdómstól í Írak. Slapp hann við harðari dóm þar sem hann féllst á að veita ákæruvaldinu upplýsingar um fleiri hermenn sem stunduðu misþyrmingar á föngum á sama tíma og verður réttað yfir fleirum innan tíðar. Játaði maðurinn að hafa tekið þátt í að niðurlægja og misþyrma föngunum og bar við heift vegna fallinna félaga í hernum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×