Erlent

Ræningjar meiri skaðvaldar en Ívan

Fellibylurinn Ívan gekk á land á Jamaíka í nótt með úrhellisrigningu og hávaðaroki. Tré og ljósastaurar rifnuðu upp umhverfis Kingston, höfuðborg Jamaíka, í veðurofsanum og rigningavatn flæddi um götur borgarinnar. Við fyrstu sýn virðist þó sem ræningjar, sem notuðu tækifærið og létu greipar sópa í miðborginni, hafi valdið öllu meiri skaða en fellibylurinn. Alls hafa tuttugu og sjö manns látið lífið í fellibylnum sem gengið hefur yfir Karíbahafið. Búist er við að hann stefni næst á Kúbu og gangi síðan á land á Key West, syðsta odda Flórída.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×