Erlent

Lágir vextir í Noregi

Vextir á íbúðalánum eru nú frá 2,9% og lánin eru óverðtryggð í Noregi. Þar í landi bjóða lánastofnanir allt önnur kjör en íslenskar stofnanir hreykja sér af. Vaxtastríð virðist í uppsiglingu í Noregi. DnB NOR-bankinn tilkynnti í dag að þar á bæ hyggðust menn lækka vexti á lánum yfir tíu milljónir króna niður í tvö komma níutíu og fimm prósent. Talsmenn bankans segjast vilja vera á undan þeirri þróun sem sé í vændum. Þeir telja fjárhæðarmörkin ekki fjarri lagi, þar sem flestir þeir sem sækist eftir íbúðalánum taki um og yfir tíu milljónir í lán. Keppinauturinn Nordea brást þegar við með lækkun niður í tvö komma níu prósent. Í Noregi tíðkast ekki að verðtryggja lán, svo að raunvextirnir af þessun lánum eru margfalt lægri en þau sem íslensku bankarnir og íbúðalánasjóður hafa boðið hingað til. Kunnugir segja ástæðuna þá, að norskir bankar hafi hreinlega haft meira fé til að spila úr en þeir gátu lánað, og því hafi verið keppst um kúnnana.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×