Erlent

Morðmál Önnu Lindh tekið upp á ný

Morðmál Önnu Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar, verður tekið upp á ný. Stutt er síðan dómstóll í Svíþjóð felldi úr gildi upphaflega dóminn yfir morðingjanum Míhajlovich, og úrskurðaði að hann skildi vistaður á réttargeðdeild. Börn Lindh og saksóknarar voru afar ósátt við þessa niðurstöðu, og hæstiréttur Svíþjóðar ákvað í dag að taka málið til endurskoðunar. Saksóknari vonast eftir lífstíðarfangelsi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×