Erlent

Heimurinn vill Kerry

Þrátt fyrir að nýjustu fylgiskannanir í Bandaríkjunum sýni að George W. Bush yrði endurkjörinn forseti Bandaríkjanna ef kosningarnar færu fram nú, þá virðist sem niðurstaðan yrði allt önnur ef aðrir íbúar heimsins fengju að ráða. Niðurstöður nýrrar könnunar sem gerð var í þrjátíu og fimm löndum öðrum en Bandaríkjunum sýnir að heimurinn vill sjá Kerry sem næsta forseta Bandaríkjanna. Það sem ræður mestu um þessa neikvæðu afstöðu umheimsins gagnvart Bush er sú stefna sem hann hefur mótað í utanríkismálum. Sem dæmi má taka að ef frændur okkar Norðmenn fengju að ráða fengi Bush aðeins 7% atkvæða en Kerry 74%. Fylgiskannanir í Bandaríkjunum sýna hins vegar að Bush njóti 52% fylgis en Kerry 43%.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×