Erlent

Einn versti fellibylur Karíbahafs

Nú er talið að að minnsta kosti sextán manns hafi látið lífið þegar fellibylurinn Ívan fór yfir Karíbahafseyjuna Jamaíka í gær. Fellibylurinn stefnir nú óðfluga á Kúbu og þar undirbúa menn sig undir það versta. Fellibylurinn Ívan, sem víða er nú kallaður Ívan grimmi, er þegar orðinn einn af verstu fellibyljum sem gengið hafa yfir Karíbahaf. Ívan stefnir nú yfir Caymaneyjar sem eru smáeyjar á milli Jamaíka og Kúbu og áætlað er að hann gangi á land á Kúbu snemma á morgun, mánudag. Ívan, sem var flokkaður sem fimmta stigs fellibylur sem er hæsta stigið, féll niður í fjórða flokk í nótt en veðurfræðingar telja að hann eigi aftur eftir að sækja í sig veðrið og eflast.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×