Erlent

Mál Mijailovic fyrir Hæstarétt

Hæstiréttur Svíþjóðar hefur ákveðið að taka fyrir mál Mijailo Mijailovic sem fundinn var sekur um að myrða Önnu Lindh, þáverandi utanríkisráðherra, fyrir ári síðan. Saksóknarar áfrýjuðu dómi undirréttar, sem komst að þeirri niðurstöðu að Mijailovic væri ekki sakhæfur og því bæri að vista hann á geðsjúkrahúsi en ekki í fangelsi. Verjendur áfrýjuðu dómnum um að hann hefði myrt Önnu Lindh og vildu að hann yrði dæmdur fyrir manndráp en eftir sem áður vistaður á geðsjúkrahúsi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×