Erlent

Of mörg vítamín skaðleg

Of mörg vítamín geta skaðað heilsuna og því vilja Danir, sem hert hafa reglur um vítamín og fæðubótarefni í matvælum til muna, að aðrar þjóðir Evrópu fylgi þeim reglum sem þeir hafa sjálfir sett. Eru lögin afar ströng og er sem dæmi óheimilt að selja vörur þar í landi sem gefa sig út fyrir að vera sérstaklega hollar. Þannig er sem dæmi óheimilt að selja svokallaða multivítamíndrykki enda kveða reglur á um að hvergi á vöru megi koma fram magn vítamína nema í innihaldslýsingum. Hérlendis eru slíkir drykkir fáanlegir víða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×