Erlent

Drepa konurnar eftir sólarhring

Írakskur öfgahópur, sem heldur tveimur ítölskum hjálparstarfsmönnum í gíslingu í Írak, hefur hótað að drepa konurnar, dragi Ítalíustjórn ekki herlið sitt frá Írak. Hópurinn, sem kallar sig Islamic Jihad, birti kröfur sínar Netinu og gefur ríkisstjórn Ítalíu sólarhring til að verða við kröfum sínum. Konurnar vinna fyrir ítölsku hjálparsamtökin „Brú til Bagdad“ við að sjá sjúkrahúsum og skólum fyrir vistum. Myndin er af mannfjölda í Róm á föstudaginn sem krafðist lausn kvennanna, Simonu Torretta og Simonu Pari.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×