Erlent

Kostnaður langt yfir áætlun

Líkur eru á að grísk stjórnvöld þurfi að glíma við gífurlega fjárlagahalla næstu árin en forsætisráðherra landsins hefur viðurkennt að Ólympíuleikarnir hafi kostað mun meira en nokkurn óraði fyrir. Er hallinn þegar kominn í 5.3 prósent en það er næstum tvöfalt leyfilegt hámark skulda hjá ríkjum innan Evrópusambandsins. Ástæður þessa eru fjölmargar; flýta þurfti framkvæmdum við mörg mannvirki sem ekki voru tilbúin skömmu áður en leikarnir hófust, illa var haldið utan um kostnaðarbókhaldið og eru enn að berast reikningar sem ekki var gert ráð fyrir í upphafi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×