Erlent

Sharon tekur hart á öfgahópum

Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, virðist ætla að taka hart á hægri öfgahópum í landinu. Hann var afar harðorður í garð öfgahópa í dag, sakaði þá um að reyna að egna til borgarastyrjaldar í landinu og boðaði herta löggjöf til að hafa hemil á þessum hópum. Það sem hleypti illu blóði í Sharon er að ýmsir leiðtogar landnema vöruðu við því í gær að stefna ríkisstjórnarinnar hvað varðar landnemabyggðir gyðinga gæti hleypt öllu í bál og brand í landinu. Sharon heldur fast við áætlun sína um að draga ísraelskt herlið frá Gaza og leggja niður nokkrar landnemabyggðir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×