Erlent

Batman í Buckinghamhöll

Leðurblökumaðurinn tók sér stöðu á svölum Buckinghamhallar í dag. Reyndar var þetta karlmaður í búningi Leðurblökumannsins, ekki sjálf ofurhetjan. Maðurinn vildi mótmæla meintri mismunum breskra dómstóla, en samtökin Feður fyrir réttlæti segja þá einatt styðja mæður í skilnaðar- og umgengnisréttarmálum. Skemmst er að minnast þess þegar tveir félagar í samtökunum hentu smokki fylltum bleiku púðri í Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, í þingsal.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×