Erlent

Rússar vilja alþjóðlega samvinnu

Varnarmálaráðherra Rússa, Sergei Ivanov, sagði í dag að Rússar myndu efla öryggisveitir sínar og leita eftir alþjóðlegri samvinnu til að ná hryðjuverkamönnunum sem drápu að minnsta kosti 327 gísla í Beslan í Norður-Ossetíu. Helmingur þeirra sem lést voru börn. Ivanov tilkynnti ekki hvaða endurbætur yrðu gerðar í öryggismálum í landinu en almenningur í Rússlandi hefur litla trú á spilltu öryggisvarnarkerfi og segir hryðjuverkin afleiðingu þess að stjórnvöld hafi brugðist þessu hlutverki sínu. Myndin er tekin í kirkjugarðinum í Beslan í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×