Erlent

Olíuhækkun í pípunum

Gert er ráð fyrir að lágmarksverð fyrir tunnu af olíu verði 30 dollarar eftir fund OPEC ríkjanna sem verður í vikunni. Hafa skilaboðin valdið titringi víða á vesturlöndum en hækkandi olíuverð undanfarna mánuði hafa haft áhrif á afkomu heilu ríkjanna sem og fyrirtækja og almennings alls. Olíuríki OPEC ákveða með reglubundnu millibili lágmarksverð fyrir hverja tunnu en núverandi lágmarksverð var ákveðið á fundi ríkjanna árið 2000. Þykir því flestum ríkjunum tími til kominn að hækka verðið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×