Erlent

Sorgin fært heimsbyggðina nær

Íbúar í Beslan, Madrid, New York og í Jakarta hafa persónulega reynslu af hversu lífið er hverfult og þjáning þeirra hefur leitt íbúa heimsins þéttar saman. Þetta var einn leiðari af mörgum í fjölmiðlum í Rússlandi um helgina en þess var víða minnst að þrjú ár eru nú síðan hryðjuverkamenn rændu farþegaflugvélum í Bandaríkjunum og flugu þeim meðal annars á Tvíburaturnana tvo. Viðlíka sorg ríkir í bænum Beslan en þar kljást eftirlifendur við að koma lífi sínu aftur í skorður eftir að fleiri hundruð börn og fullorðnir urðu hryðjuverkamönnum að bráð í umsátri um barnaskólann í bænum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×