Erlent

Lofar Ítölum allri hjálp

Forseti Íraks, Ghazi Yawar, hefur lofað ítölskum stjórnvöldum fullum stuðningi við að fá lausar úr haldi mannræningja tvær stúlkur sem störfuðu við hjálparstörf í landinu þegar þeim var rænt. Forsetinn er á ferð á Ítalíu þar sem hann hittir háttsetta stjórnarerindreka auk Silvios Berlusconi, forsætisráðherra. Stúlkunum var rænt á þriðjudaginn var þegar vopnaðir menn réðust inn á skrifstofu ítalskra hjálparsamtaka í Bagdad. Ekki er langt síðan ítölskum blaðamanni var rænt og hann myrtur og er ítalska þjóðin í uppnámi vegna þessa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×