Erlent

Nýr El Nino að myndast

Loftslagsfræðingar telja að nýr El Nino sé að myndast í Kyrrahafinu en slíkt fyrirbrigði getur haft áhrif á veðurfar víða um heim. Þá hitnar sjórinn meira en eðlilegt getur talist sem aftur hefur mikil og ófyrirsjáanleg áhrif á vinda og loftþrýsting á því svæði. Slíkt átti sér síðast stað á árinum 1997 til 1998 og telja vísindamenn þann El Nino bera ábyrgð á gríðarlegum þurrkum í Ástralíu og Afríku og ægilegum flóðum víða annars staðar um heiminn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×