Erlent

Misnota hörmungarnar 11. sept.

Íslamskur leiðtogi í Pakistan segir að George Bush Bandaríkjaforseti noti stríðið gegn hryðjuverkum til að afla sér vinsælda á pólitískum vettvangi og til að reka and-múslimskan áróður. Hópur nokkur hundruð manna kom saman í Islamabad, höfuðborg Pakistans, í dag til að mótmæla stríðinu gegn hryðjuverkum en í dag eru þrjú ár liðin síðan hryðjuverkaárásirnar voru gerðar á New York og Washington sem mörkuðu upphaf þess stríðs. Leiðtoginn, Fazal-ur-Rehman að nafni, ávarpaði mannfjöldann og sagði Bush og bandarísku ríkisstjórnina nota hörmungarnar sem áttu sér stað 11. september 2001 á „villimannslegan“ hátt. Myndin sýnir þegar Andrew Card, starfsmannastjóri Hvíta hússins, segir George Bush tíðindin af hryðjuverkaárásunum fyrir þremur árum þar sem hann var að lesa fyrir grunnskólabörn á Flórída.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×