Fleiri fréttir

Kröftug skjálftahrina við Geirfugladrang

Kröftug jarðskjálftahrina hófst upp úr miðnætti á Reykjaneshrygg, í grennd við Geirfugladrang og Eleyjarboða og mældist fyrsti og kröftugasti skjálftinn 3,5 stig.

Krafa um bætur fyrir sjúkrabúnað bíður rannsóknarnefndar

Engin ákvörðun hefur enn verið tekin í heilbrigðisráðuneytinu um það hvort bótakrafa verði gerð á Mýflug vegna sjúkrabúnaðar í eigu ríkisins, sem eyðilagðist er sjúkraflugvél Mýflugs fórst á Akureyri í ágúst í fyrra.

Svörum frestað um mánuð

Innanríkisráðuneytið fékk mánaðarfrest til að svara spurningum Mannréttindadómstóls Evrópu og senda þangað skjöl í máli Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra Íslands.

Verkfalli að ljúka?

"Samningsgerðin er langt komin," segir formaður samninganefndar framhaldsskólakennara. Formaður félags stjórnenda í framhaldsskólum bindur vonir við að samningaviðræðum og þar með verkfalli ljúki á morgun

Rusl í matinn

Það var boðið upp á heldur óvanalegt hlaðborð í Norræna húsinu í dag. Þar var á boðstólnum rusl, matur sem annars hefði endað í ruslagámum matvöruverslana. Þetta var gert til að vekja athygli á því gífurlega magni sem hent er af matvælum á hverju ári.

Hafa sótt um stöðu fréttastjóra á RÚV

Heiðar Örn Sigurfinnsson, Jóhann Hlíðar Harðarson, Rakel Þorbergsdóttir og Svavar Halldórsson sækjast öll eftir því að leiða Ríkisútvarpið inn í nýja tíma sem fréttastjóri RÚV.

Samningagerðin langt á veg komin

Fram kom á fundi samninganefndar Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum í húsnæði Ríkissáttasemjara í dag að samningagerðin sé langt á veg komin en eftir sé að ganga frá nokkrum málum.

Óskar Bergsson dregur sig í hlé

Í nýrri tilkynningu kemur fram að Óskar Bergsson er hættur við að leiða Framsóknarmenn í komandi borgarstjórnarkosningum.

María Lilja dæmd fyrir meiðyrði

Maríu Lilja Þrastardóttir, blaðamaður, var í dag dæmd fyrir meiðyrði í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna skrifa hennar í Fréttablaðinu í júní á síðasta ári.

Flutningabílar brjóta leirtau á heimili í Vík

Tveir íbúar á Austurvegi í Vík í Mýrdal segja svo mikinn titring vegna hraðaksturs flutningabíla fram hjá heimili þeirra að komið hafi fyrir að leirtau brotni í glerskáp. Eins sé farið að bera á sprungum í húsinu.

Kennaraverkfalli gæti lokið á morgun

Ólafur Hjörtur Sigurjónsson, formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum, segist hóflega bjartsýnn á að samningaviðræðum í kjaradeilu framhaldsskólakennara gæti lokið á morgun.

Kennarar styðja undirmenn á Herjólfi

Sjötta þing Kennarasambands Íslands lýsir yfir fullum stuðningi við undirmenn á Herjólfi í yfirstandandi kjarabaráttu þeirra. Þetta kemur fram í ályktun sem sambandið sendi frá sér í dag.

Vita vel að Bryn Terfel er velskur

Stjórnandi hátíðarinnar harmar mismæli sín og vonar innilega að þau varpi ekki skugga á það gleðiefni að Bryn Terfel muni syngja í Eldborg á Listahátíð í vor.

Herjólfsmenn enn veikir heima

Áhöfnin á Herjólfi tilkynnti sig áfram veika í gærkvöldi þannig að íhlaupamenn munu aftur hlaupa í skarðið.

Hornafjörður hefur risið um 15 sentímetra frá 1997

Sveitarfélagið Hornafjörður stendur 15 sentímetrum hærra en það gerði árið 1997. Ástæðan er bráðnun Vatnajökuls. Súrnun sjávar gæti fljótlega orðið helsta áhyggjuefnið vegna hlýnunar jarðar af völdum loftslagsbreytinga.

Þrjátíu prósentum af matvörum verslana hent í ruslið

Á málþingi í Norræna húsinu í dag verður fjallað um áhrifin sem matarsóun hefur á matarverð og umhverfið. Framkvæmdastjóri Bónuss segir allar vörur sem komnar eru nálægt síðasta söludegi afsláttarmerktar.

Fangelsi enginn staður fyrir börn

Kvennafangelsið í Kópavogi er ekki bara fyrir konur. Þar eru nú fimm karlar og sex konur vistuð en oft hafa konurnar verið færri en karlarnir. Ekki tíðkast að karlar hafi ung börn sín með sér í fangelsum en mörg dæmi eru um að ungbörn hafi dvalið með mæðrum sínum þar.

Ummæli Sigmundar Davíðs komin í heimspressuna

Vefmiðillinn The Raw Story, sem helgar sig fréttum af stjórnmálum á heimsvísu, greinir frá því að forsætisráðherra Ísland, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, telji að loftslagsbreytingar bjóði upp á stórkostleg tækifæri fyrir Ísland í framtíðinni.

Ísland skorar hátt í félagslegum framförum

Listinn heitir The Social Progress Index og mælir hann frammistöðu ríkja í félagslegum þáttum og umhverfisþáttum, í stað þess að einblína á efnahagslega frammistöðu eins og oft er gert.

Vill fiskveg fyrir Þingvallaurriðann

Kjöraðstæður hafa skapast til að endurheimta stórurriðastofninn í Efra-Sogi með gerð fiskvegar úr Þingvallavatni, að mati Össurar Skarphéðinssonar, þingmanns Samfylkingarinnar.

Bretar fjölmenna til Íslands

Um 66 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í mars samkvæmt talningu Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Gátum ekki lagt fyrir PISA próf í tölvum

Ísland er eina landið sem ekki tók þátt í PISA könnun á getu unglinga til að leysa þrautir. Niðurstöður voru birtar í byrjun vikunnar. Prófið þurfti að taka í tölvu og ekki fjármagn fyrir hendi til leggja það fyrir hér. Erum næst með árið 2015.

Sjá næstu 50 fréttir