Innlent

Kröftug skjálftahrina við Geirfugladrang

Kröftug jarðskjálftahrina hófst upp úr miðnætti á Reykjaneshrygg, í grennd við Geirfugladrang og Eleyjarboða og mældist fyrsti og kröftugasti skjálftinn 3,5 stig.

Síðan mældust nokkrir til viðbótar yfir þjrú stig með skömmu millibili, en eftir aðeins klukkukstund fór hrynan að hjaðna. Þónokkrir eftirskjálftar hafa orðið á svæðinu í nótt.

Ekki er vitað til að skjálftarnir hafi fundist í landi, að sögn Kristínar Jónsdóttur jarðvísindamanns á Veðurstofunni. Þetta er þekkt skjálftasvæði og er hrynan í nótt ekki talin fyrirboði frekari atburða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×