Innlent

Verkfall mun setja allt úr skorðum

Bjarki Ármannsson skrifar
María Rut Kristinsdóttir er formaður Stúdentaráðs.
María Rut Kristinsdóttir er formaður Stúdentaráðs. Vísir/Arnþór
Stúdentaráð Háskóla Íslands skorar á ríkisstjórn að leysa kjaradeilu við Félag Háskólakennara áður en boða þarf til verkfalls. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðinu fyrr í kvöld.

Um 300 stúdentar sóttu opinn fund á vegum Stúdentaráðs í dag. Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að ráðið harmar að kennarar telji sig knúna til þess að fara í verkfall. Ráðið segir afleiðingar verkfalls fyrir stúdenta vera hrylling einn og að frestun próftímabils muni setja allt úr skorðum fyrir stúdenta.

Fyrirhugað verkfall kennara stæði yfir á próftímabili, frá 25. apríl til 10. maí.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×