Helgi Seljan hefur sigur gegn kerfinu Jakob Bjarnar skrifar 3. apríl 2014 12:00 Fjölskyldan fagnar sigri og Indíana Karítas Seljan Helgadóttir með sigurmerki á lofti að hætti Churchills. Úr einkasafni Helgi Seljan sjónvarpsmaður hefur nú um nokkurra ára skeið staðið í baráttu við kerfið. Sú barátta snýr að því að rétt sé farið með nafn eldri dóttur hans í Þjóðskrá. Í gær kom loks fram úrskurður og Helgi fagnar heilum sigri í málinu. „Barnið heitir í höfuðið á ömmum sínum báðum: Indíana Karítas Seljan Helgadóttir. Í sjálfu sér var það engum vandkvæmum bundið, öll nöfnin eru lögleg og hún má heita þetta mörgum nöfnum. Nema, Þjóðskrá áskilur sér rétt til að stytta nöfn. Það mega ekki vera fleiri en 31 stafabil þannig að þeir tóku að sér að breyta nafninu, eða eitt yrði að stytta. Annað hvort Karítas eða Seljan. Indíana K. Seljan Helgadóttir.“Takmörk fyrir því hversu mikið er hægt að vaska upp Helgi vildi ekki una þessu og hafði tímann fyrir sér. Hann var í fæðingarorlofi þegar þetta kom upp. „Misskilningurinn er sá að maður sé til einhvers annars en vera stuðningur og í heimilisverkum í fæðingarorlofi. Það eru takmörk fyrir því hversu mikið er hægt að vaska upp í heimili þar sem búa tveir fullorðnir og einn hvítvoðungur,“ segir Helgi sem tók að grafast fyrir um málið. Helgi segir að súrrealískt sé að til sé eitthvað sem flokkast sem ólögleg nöfn, en hann þurfti sem betur fer ekki að eiga við það. „En, hún mátti eiga von á því að vera í opinberum gögnum skammstöfuð, í gegnum allt skólakerfið og allt það. Ég mundi eftir því að hafa heyrt af slíku málið áður. Ákvað að kanna þetta og það var til einhver lagaheimild að þjóðskrá mætti með reglugerð stytta nöfn, reglugerðin hafði hins vegar aldrei verið sett. Sem er algengt í íslenskri stjórnsýslu.“Innanríkisráðuneytið þverskallast við Ekki var annað að sjá en þetta væri ólöglegt þannig að Helgi vísaði málinu til umboðsmanns Alþingis. „Ég held að barnið hafi verið hátt í þriggja ára þegar kom úrskurður frá honum, það hafði dregist vegna þess að innanríkisráðuneytið hafði þverskallast við að svara fyrirspurnum umboðsmanns um efnið. Umboðsmaður komst hins vegar að því að það var engin lagaheimild til staðar og þess vegna þyrfti Þjóðskrá að uppfæra þetta tölvukerfi sitt.“ Seljan-fjölskyldan fagnar nú sigri. Helgi (aka Georg Helgi Seljan Jóhannsson Ingunnarson Katrínar eins og hann er að spá í að láta breyta nafni sínu í) , kona hans Katrín Rut Bessadóttir, Indíana Karítas Seljan Helgadóttir og Ylfa Matthildur Seljan Helgadóttir. „Já, nú hefur þetta loksins tekist. Og það er bara skemmtilegt. Auðvitað hefði þetta mátt gerast miklu fyrr. Þetta er ekki stærsta mál í heimi, þetta er ekkert á pari við skuldauppgjöf og eða loftslagsbreytingar. En, þetta er þó hægt að strika þennan núans af listanum í stjórnkerfinu,“ segir Helgi: „Ég lít ekki á mig sem neina Rósu Parks. En, þetta er skemmtilegt.“ Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Innlent Fleiri fréttir Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Sjá meira
Helgi Seljan sjónvarpsmaður hefur nú um nokkurra ára skeið staðið í baráttu við kerfið. Sú barátta snýr að því að rétt sé farið með nafn eldri dóttur hans í Þjóðskrá. Í gær kom loks fram úrskurður og Helgi fagnar heilum sigri í málinu. „Barnið heitir í höfuðið á ömmum sínum báðum: Indíana Karítas Seljan Helgadóttir. Í sjálfu sér var það engum vandkvæmum bundið, öll nöfnin eru lögleg og hún má heita þetta mörgum nöfnum. Nema, Þjóðskrá áskilur sér rétt til að stytta nöfn. Það mega ekki vera fleiri en 31 stafabil þannig að þeir tóku að sér að breyta nafninu, eða eitt yrði að stytta. Annað hvort Karítas eða Seljan. Indíana K. Seljan Helgadóttir.“Takmörk fyrir því hversu mikið er hægt að vaska upp Helgi vildi ekki una þessu og hafði tímann fyrir sér. Hann var í fæðingarorlofi þegar þetta kom upp. „Misskilningurinn er sá að maður sé til einhvers annars en vera stuðningur og í heimilisverkum í fæðingarorlofi. Það eru takmörk fyrir því hversu mikið er hægt að vaska upp í heimili þar sem búa tveir fullorðnir og einn hvítvoðungur,“ segir Helgi sem tók að grafast fyrir um málið. Helgi segir að súrrealískt sé að til sé eitthvað sem flokkast sem ólögleg nöfn, en hann þurfti sem betur fer ekki að eiga við það. „En, hún mátti eiga von á því að vera í opinberum gögnum skammstöfuð, í gegnum allt skólakerfið og allt það. Ég mundi eftir því að hafa heyrt af slíku málið áður. Ákvað að kanna þetta og það var til einhver lagaheimild að þjóðskrá mætti með reglugerð stytta nöfn, reglugerðin hafði hins vegar aldrei verið sett. Sem er algengt í íslenskri stjórnsýslu.“Innanríkisráðuneytið þverskallast við Ekki var annað að sjá en þetta væri ólöglegt þannig að Helgi vísaði málinu til umboðsmanns Alþingis. „Ég held að barnið hafi verið hátt í þriggja ára þegar kom úrskurður frá honum, það hafði dregist vegna þess að innanríkisráðuneytið hafði þverskallast við að svara fyrirspurnum umboðsmanns um efnið. Umboðsmaður komst hins vegar að því að það var engin lagaheimild til staðar og þess vegna þyrfti Þjóðskrá að uppfæra þetta tölvukerfi sitt.“ Seljan-fjölskyldan fagnar nú sigri. Helgi (aka Georg Helgi Seljan Jóhannsson Ingunnarson Katrínar eins og hann er að spá í að láta breyta nafni sínu í) , kona hans Katrín Rut Bessadóttir, Indíana Karítas Seljan Helgadóttir og Ylfa Matthildur Seljan Helgadóttir. „Já, nú hefur þetta loksins tekist. Og það er bara skemmtilegt. Auðvitað hefði þetta mátt gerast miklu fyrr. Þetta er ekki stærsta mál í heimi, þetta er ekkert á pari við skuldauppgjöf og eða loftslagsbreytingar. En, þetta er þó hægt að strika þennan núans af listanum í stjórnkerfinu,“ segir Helgi: „Ég lít ekki á mig sem neina Rósu Parks. En, þetta er skemmtilegt.“
Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Innlent Fleiri fréttir Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Sjá meira