Innlent

Ísland skorar hátt í félagslegum framförum

Miðbær Reykjavíkur.
Miðbær Reykjavíkur. Mynd/Vilhelm
Listinn heitir The Social Progress Index og mælir hann frammistöðu ríkja í félagslegum þáttum og umhverfisþáttum, í stað þess að einblína á efnahagslega frammistöðu eins og oft er gert.

Efst á listanum trónir Nýja Sjáland, í öðru sæti lendi Sviss og Ísland vermir þriðja sætið. Um fimmtíu þættir eru teknir með í reikninginn og þar má nefna heilsu landsmanna, hreinlæti, húsaskjól, öryggi borgaranna og aðgengi að upplýsingum, svo fátt eitt sé nefnt.

Hin Norðurlöndin fylgja fast á eftir Íslandi á listanum. Það vekur athygli að helstu iðnríki heims fá ekki eins góða útkomu þegar litið er til þessara þátta. Þannig lendir Þýskaland í tólfta sæti, Bretland í þrettánda, Japan í fjórtánda og Bandaríkin í sextánda. Enn neðar koma svo Japanir, í tuttugugasta sæti en alls voru 132 lönd tekin með í reikninginn.

Þá sýnir listinn glöggt að þrátt fyrir miklar efnahagsframfarir í löndum á borð við Kína og Indland, þá hafa félagslegar framfarir ekki verið ein miklar. Kína lendir í nítugasta sæti og Indland í sæti 102.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×