Innlent

Kennarar mótmæla auglýsingu Halldórs

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Auglýsingin umrædda (yfirstrikun er Vísis).
Auglýsingin umrædda (yfirstrikun er Vísis).
Kennarar eru ósáttir við auglýsingu Halldórs Halldórssonar, borgarstjóraefnis Sjálfstæðisflokksins, sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Í auglýsingunni má finna fullyrðingu þess efnis að skólakerfið hafi brugðist börnum en fái þrátt fyrir það „að hjakka áfram í sama farinu án aðgerða“.

Þing Kennarasambands Íslands (KÍ) samþykkti í kjölfarið ályktun þar sem fullyrðingunum er harðlega mótmælt. „Þessum gífuryrðum og sleggjudómum mótmælir þing KÍ harðlega,“ segir í ályktuninni og er innihald auglýsingarinnar sagt í fullkomnu ósamræmi við orð Halldórs þegar hann ávarpaði þing KÍ á þriðjudaginn. Þar hafi hann sagst vera talsmaður samstarfs og sátta í skóla- og menntamálum.

„Slíkt ósamræmi milli þess sem Halldór segir milliliðalaust við kennara á þingi þeirra og þess sem hann segir almenningi í auglýsingunni er óskiljanlegt," segir enn fremur í ályktuninni, en hana má lesa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×