Innlent

Samningagerðin langt á veg komin

Stefán Árni Pálsson skrifar
mynd/aðsend
Fram kom á fundi samninganefndar Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum í húsnæði Ríkissáttasemjara í dag að samningagerðin sé langt á veg komin en eftir sé að ganga frá nokkrum málum.

Á fundinum var farið yfir stöðuna í samningamálum en eins og kunnugt er hefur verkfall framhaldsskólakennara nú staðið í átján daga.

Fram kemur í yfirlýsingu frá kennarasambandinu að viðræðunefndin, sem setið hefur í karphúsinu síðustu vikur, telji engu að síður að samningagerðin sé svo langt komin að rétt sé að kynna stöðuna í stærri hópi.

Trúnaðarmenn og formenn svæðafélaga FF og FS hafa því verið boðaðir á fund klukkan eitt á morgun. Þar sem viðræður eru nú á viðkvæmu stigi er því miður ekki hægt að veita frekari upplýsingar um stöðuna fyrr en að þeim fundi loknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×