Innlent

Krafa um bætur fyrir sjúkrabúnað bíður rannsóknarnefndar

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Ráðuneyti Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra hefur sett hugsanlega kröfu á Mýflug til hliðar í bili.
Ráðuneyti Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra hefur sett hugsanlega kröfu á Mýflug til hliðar í bili. Fréttablaðið/Pjetur
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin í heilbrigðisráðuneytinu um það hvort bótakrafa verði gerð á Mýflug vegna sjúkrabúnaðar í eigu ríkisins, sem eyðilagðist er sjúkraflugvél Mýflugs fórst á Akureyri í ágúst í fyrra.

Samkvæmt samningi bar Mýflug ábyrgð á tjóni sem ríkið eða aðrir yrðu fyrir við framkvæmd sjúkraflugsins. Engu að síður borgar ríkið fyrir nýjan sjúkrabúnað í nýja vél Mýflugs. Samkvæmt nýjustu fyrirliggjandi áætlun kostar hann 43 milljónir króna.

„Málið er til skoðunar en ekki er að vænta endanlegrar niðurstöðu fyrr en eftir að lokaskýrsla Rannsóknarnefndar samgönguslysa hefur verið birt,“ segir Margrét Erlendsdóttir, upplýsingafulltrúi heilbrigðisráðuneytisins, í svari til Fréttablaðsins.

Fram kom í svari ráðuneytisins 7. janúar síðastliðinn að enda þótt Mýflug hafi borið ábyrgð á meðferð búnaðarins væri ekki augljóst að ríkið ætti kröfu á hendur félaginu vegna hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×