Gátum ekki lagt fyrir PISA próf í tölvum Óli Kristján Ármannsson skrifar 3. apríl 2014 07:00 Krakkar í PISA-prófinu. Ísland tók að þessu sinni bara þátt í PISA prófum þar sem ekki þurfti að nota tölvu við úrlausn verkefna. Fjárskortur hamlaði, segir verkefnisstjóri PISA 2012 prófanna á Íslandi. Fréttablaðið/HAG Fimmtán ára unglingar í Asíulöndum standa sig langbest við að leysa þrautir að því er fram kemur í nýbirtri PISA könnun. Efstu þrjú sætin skipa Síngapúr, Kórea og Japan. Næstu sæti fjögur sæti þar á eftir skipa svo ólík svæði Kína, en í áttunda, níunda og tíunda sæti eru svo Kanada, Ástralía og Finnland. Ísland er hins vegar hvergi að finna í samanburðinum. „Ég held að þarna séu öll önnur lönd, en um var að ræða skylduþátt í verkefninu,“ segir Almar M. Halldórsson, verkefnisstjóri PISA könnunarinnar 2012 á Íslandi.Almar M. Halldórsson„En þetta var skyldupartur á tölvur og tölvufyrirlögnin kostaði aukalega, bæði í framkvæmd og að vera með, og við höfðum ekki fjármagn til að taka þátt,“ bætir hann við. Ísland hafi því fengið undanþágu frá þeim þáttum PISA könnunarinnar sem í þessari umferð hafi krafist tölvukostar í fyrirlagningunni. Almar segir að í PISA könnunum sé að jafnaði líka aukakönnun, sem að þessu sinni snúi að þrautalausn í hóp og Ísland sé með í þeirri könnun. „Við erum að forprófa núna og svo verða aðalprófin lögð fyrir vorið 2015 og svo fáum við niðurstöðurnar og samanburð við önnur lönd í desember 2016.“ Áður en kemur að birtingu þrautalauna í hóp segir Almar að eftir eigi að birta könnun á lesskilningi á rafrænan texta. „Þá er textinn allur í svona heimasíðuformi og krakkarnir þurfa að leita meira að efni líkt og við gerum á netinu.“ Ísland segir hann hins vegar ekki heldur vera með í þessum hluta PISA prófanna af sömu ástæðu. „Þetta var náttúrlega lagt fyrir á tölvu líka.“Þrautalausnir á borð við þær sem nú var verið að birta segir Almar hins vegar að hafi einnig verið lagðar fyrir árið 2003 og þá hafi Ísland tekið þátt. Ólíklegt sé að miklar breytingar hafi orðið á getu barnanna síðan þá og því megi skoða þær niðurstöður til samanburðar. Ísland var í þeirri könnun með 505 stig að jafnaði. Sú niðurstaða í samanburði við könnunina 2012 hefði skilað landinu í 20 sæti, á milli Austurríkis og Noregs. Löndin í tíu efstu sætum könnunarinnar voru með frá 523 til 562 stiga. Neðstu sætin, frá 41. til 44. sætis, skipa Svartfjallaland, Úrúgvæ, Búlgaría og Kólumbía, með 407 til 399 stig. Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Sjá meira
Fimmtán ára unglingar í Asíulöndum standa sig langbest við að leysa þrautir að því er fram kemur í nýbirtri PISA könnun. Efstu þrjú sætin skipa Síngapúr, Kórea og Japan. Næstu sæti fjögur sæti þar á eftir skipa svo ólík svæði Kína, en í áttunda, níunda og tíunda sæti eru svo Kanada, Ástralía og Finnland. Ísland er hins vegar hvergi að finna í samanburðinum. „Ég held að þarna séu öll önnur lönd, en um var að ræða skylduþátt í verkefninu,“ segir Almar M. Halldórsson, verkefnisstjóri PISA könnunarinnar 2012 á Íslandi.Almar M. Halldórsson„En þetta var skyldupartur á tölvur og tölvufyrirlögnin kostaði aukalega, bæði í framkvæmd og að vera með, og við höfðum ekki fjármagn til að taka þátt,“ bætir hann við. Ísland hafi því fengið undanþágu frá þeim þáttum PISA könnunarinnar sem í þessari umferð hafi krafist tölvukostar í fyrirlagningunni. Almar segir að í PISA könnunum sé að jafnaði líka aukakönnun, sem að þessu sinni snúi að þrautalausn í hóp og Ísland sé með í þeirri könnun. „Við erum að forprófa núna og svo verða aðalprófin lögð fyrir vorið 2015 og svo fáum við niðurstöðurnar og samanburð við önnur lönd í desember 2016.“ Áður en kemur að birtingu þrautalauna í hóp segir Almar að eftir eigi að birta könnun á lesskilningi á rafrænan texta. „Þá er textinn allur í svona heimasíðuformi og krakkarnir þurfa að leita meira að efni líkt og við gerum á netinu.“ Ísland segir hann hins vegar ekki heldur vera með í þessum hluta PISA prófanna af sömu ástæðu. „Þetta var náttúrlega lagt fyrir á tölvu líka.“Þrautalausnir á borð við þær sem nú var verið að birta segir Almar hins vegar að hafi einnig verið lagðar fyrir árið 2003 og þá hafi Ísland tekið þátt. Ólíklegt sé að miklar breytingar hafi orðið á getu barnanna síðan þá og því megi skoða þær niðurstöður til samanburðar. Ísland var í þeirri könnun með 505 stig að jafnaði. Sú niðurstaða í samanburði við könnunina 2012 hefði skilað landinu í 20 sæti, á milli Austurríkis og Noregs. Löndin í tíu efstu sætum könnunarinnar voru með frá 523 til 562 stiga. Neðstu sætin, frá 41. til 44. sætis, skipa Svartfjallaland, Úrúgvæ, Búlgaría og Kólumbía, með 407 til 399 stig.
Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Sjá meira