Innlent

Kennarar styðja undirmenn á Herjólfi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá atkvæðagreiðslu á þingi kennara.
Frá atkvæðagreiðslu á þingi kennara. Mynd/Aðsend
Sjötta þing Kennarasambands Íslands lýsir yfir fullum stuðningi við undirmenn á Herjólfi í yfirstandandi kjarabaráttu þeirra. Þetta kemur fram í ályktun sem sambandið sendi frá sér í dag.

Ennfremur er lagasetning stjórnvalda fordæmd í ályktuninni. Slík lagasetning á löglega boðaða verkstöðvun er sögð óásættanleg og komi í veg fyrir að raunveruleg lausn fáist með frjálsum samningum hagsmunaaðila.

„Þing Kennarasambands Íslands harmar inngrip stjórnvalda enda eru þau andstæð stjórnarskrárvörðum samningsrétti. Sá samningaréttur er mikilvægasta tæki launafólks til að ná fram bættum kjörum,“ segir í ályktuninni.


Tengdar fréttir

Sjálfsagt að kennaralaunin séu lág

Formaður Kennarasambands Íslands segir að stjórnmálamenn skorti þor til að takast á við launamál kennara og þyki sjálfsagt að launin séu lág.

Segir lög á verkfall Herjólfsmanna algjörlega óásættanleg

Okkur finnst það bara ömurlegt, ég veit ekki hvað ég á að segja annað,“ segir Jónas Garðarsson, framkvæmdarstjóri Sjómannafélags Íslands, um lög sem samþykkt voru í gær á Alþingi um að fresta verkfallsaðgerðum undirmanna á Herjólfi til 15. september.

Lög á verkfall Herjólfsmanna samþykkt

Frumvarp Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra um að fresta verkfallsaðgerðum undirmanna á Herjólfi til fimmtánda september, var samþykkt á Alþingi upp úr miðnætti með 29 atkvæðum gegn 13, en fimm sátu hjá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×