Innlent

Flókið að Barnaverndarstofa hafi tvíþætt hlutverk

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdarstjóri barnaverndarnefndar Reykjavíkur, tekur undir þá skoðun að færa eftirlitshlutverkið úr höndum Barnaverndarstofu.
Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdarstjóri barnaverndarnefndar Reykjavíkur, tekur undir þá skoðun að færa eftirlitshlutverkið úr höndum Barnaverndarstofu.
Framkvæmdastjóri barnaverndarnefndar Reykjavíkur, Halldóra Gunnarsdóttir, fagnar umræðu um eftirlit ríkisins með félagslegum verkefnum sveitarstjórna.

Eins og kom fram í frétt Vísis í gær hyggst Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra skoða möguleikann á stofnun nýrrar stjórnsýslustofnunar sem myndi sinna verkefnum ríkisins á sviði félagsmála og barnaverndar. Einnig myndi stofnunin hafa eftirlitshlutverk með verkefnum sveitarfélaga.

„Þetta er sérstaklega jákvætt vegna tvíþætts hlutverks Barnaverndarstofu í þessum málum. Stofnunin sér um ráðgjöf til barnaverndarnefnda en hefur á sama tíma eftirlit með störfum þeirra,“ segir Halldóra.

Hún segir að það geti verið flókið fyrir starfsmenn barnaverndarnefnda að fá alvarlegar athugasemdir fyrir hádegi en leita svo til sama aðila eftir stuðningi eftir hádegi. Þannig hafi staðan verið frá stofnun Barnaverndarstofu.

„Mitt mat er að vænlegra sé til árangurs að Barnaverndarstofa einbeiti sér að ráðgefandi hlutverki,“ segir Halldóra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×