Innlent

„Til er hópur sem má ekki heyra minnst á að hér séu tækifæri"

Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar
Sigmundur segir Íslendinga eiga að sækja fram en ekki hengja haus.
Sigmundur segir Íslendinga eiga að sækja fram en ekki hengja haus. Vísir/Daníel
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra flutti ræðu á ársfundi Samtaka Atvinnulífsins (SA) í dag.

Í ræðu sinni fjallar Sigmundur um stöðu Íslands á alþjóðamarkaði, og segir að ekki sé lausn að hengja haus. Heldur eigi frekar að sækja fram.

„Áfallið sem þjóðin varð fyrir breytti ofmati á stöðu fjármálageirans fyrir krísuna í vanmat á stöðu Íslands almennt eftir krísuna. Í staðinn fyrir að allt væri frábært varð allt hræðilegt. Allt frá efnahagshruninu hefur markvisst verið unnið að því að tala land og þjóð niður."

Einnig talar forsætisráðherra um að til sé hópur innan þjóðfélagsins sem gladdist yfir efnahagshruninu.

„Til er fólk sem leit á vissan hátt á efnahagslegar ófarir Íslands sem sinn stærsta sigur, sem réttlætingu á eigin skoðunum. Loksins var komin sönnun þess að Ísland og Íslendingar væru ekkert svo merkilegir og jafnvel hálf-glataðir aular. Loksins hlutu allir að sjá að Íslendingar hefðu í gegnum tíðina aldrei getað stjórnað sér sjálfir. Loks var komin réttlæting fyrir byltingarstjórn sem myndi brjóta á bak aftur það hræðilega samfélag sem byggt var upp á Íslandi á 20.öld."

Sigmundur sagðist vera jákvæður til bættrar efnahagsstöðu Íslands, og nefndi meðal annars að hagvöxtur á árinu liti út fyrir að geta orðið sá mesti í Evrópu.

„Það er tímabært að segja skilið við hugarfar afturhalds, neikvæðni og niðurrifs. Flest bendir enda til að svartnættinu sé að slota og trú á eigin getu að eflast. Það er einna helst í innstu myrkviðum netsins og í ræðustól Alþingis að hagsmunaverðir svartnættisins halda vöku sinni," saði Sigmundur.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×