Innlent

Bretar fjölmenna til Íslands

Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar
Mun fleiri erlendir ferðamenn komu til landsins í mars en í sama mánuði í fyrra.
Mun fleiri erlendir ferðamenn komu til landsins í mars en í sama mánuði í fyrra. Fréttablaðið /GVA
Um 66 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í mars samkvæmt talningu Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Þetta eru rúmlega 17 þúsund fleiri erlendir ferðamenn en fóru frá landinu í sama mánuði og fyrir ári.

Samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálastofu voru Bretar fjölmennastir eða nærri 32 prósent allra ferðamanna sem komu til landsins. Næstflestir komu frá Bandaríkjunum, um fimmtungur þeirra sem hingað komu. Norðmenn voru þriðji fjölmennasti hópurinn, þeir voru rúmlega fimm prósent þeirra sem komu, þá Þjóðverjar, Frakkar, Danir, Kanadamenn og Svíar.

Um 24 þúsund Íslendingar fóru utan í mars síðastliðnum, tæplega þrjú þúsund færri en í mars árið 2013.

Þess ber að geta að í fyrra voru páskarnir í lok mars. Frá áramótum hefur svipaður fjöldi Íslendinga farið utan og á sama tímabili í fyrra eða um 71 þúsund talsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×