Formaður flugvallarstarfsmanna gagnrýnir yfirstjórnina fyrir hörku Garðar Örn Úlfarsson skrifar 3. apríl 2014 07:00 Kristján Jóhannsson, formaður Félags flugmálastarfsmanna ríkisins, segir fráleitt að Isavia sé rekið eins og hvert annað markaðsfyrirtæki. Fréttablaðið/Daníel „Útspilið verður að koma frá þeim,“ segir Kristján Jóhannsson, formaður Félags flugmálastarfsmanna ríkisins, eins þriggja stéttarfélaga sem boða vinnustöðvanir hjá Isavia í apríl. Eins og fram hefur komið hafa Félag flugmálastarfsmanna ríkisins, Stéttarfélag í almannaþjónustu og Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna ekki náð samkomulagi við Samtök atvinnulífsins um nýjan kjarasamning fyrir þá 400 meðlimi félaganna sem starfa hjá Isavia. Því eru boðaðar þrjár fimm klukkustunda vinnustöðvanir í apríl og síðan ótímabundið verkfall frá 30. apríl. Kristján segir samtöl við félagsmenn hafa leitt í ljós að „strípaður ASÍ-samningur“ sem feli í sér 2,8 prósenta launahækkun yrði felldur í atkvæðagreiðslu. Launin séu þó aðeins hluti vandans.Alltaf sama falleinkunnin „Það er lélegur starfsandi í þessu fyrirtæki,“ segir Kristján og vitnar til ítrekaðra viðhorfskannana sem gerðar hafa verið meðal starfsmanna Isavia. Síðasta könnunin hafi verið kynnt fyrir nokkrum vikum. „Það er alltaf sama falleinkunnin sem kemur í Keflavík þar sem 57 prósent starfsmanna segjast nú óánægð í starfinu,“ segir Kristján sem kveður starfsfólk bæði ósátt við launin og yfirstjórnina. „Þeir reka rosalega harða starfsmannastefnu og starfsfólkið er orðið langþreytt.“ Aðspurður vill Kristján ekki gefa launakröfur stéttarfélaganna þriggja upp í prósentum. „Við höfum alltaf sagt að við erum til í að taka upp ASÍ-samninginn með viðbótum. Við viljum fá leiðréttingar fyrir þessa hópa sem hafa bæði setið eftir og hafa orðið fyrir miklum breytingum í starfi. Sú farþegafjölgun sem er að skila sér til landsins bitnar á okkar fólki með meira álagi. Það er alveg sama þótt tíu nýliðum sé bætt við, mesta pressan lendir alltaf á þeim sem fyrir eru og kunna starfið.“Vonast eftir stefnubreytingu eftir stjórnarskipti í dag Einnig segir Kristján til þess litið að Isavia sé opinbert hlutafélag sem að öllu leyti sé í eigu ríkisins. „Þeir hafa rekið mjög harða stefnu gagnvart því að umbreyta sér yfir í einhvers konar fyrirtæki á markaði. Það er fráleitt því Isavia er fyrst og fremst fyrirtæki í einokunarstöðu sem skilar tugum eða hundruðum milljóna í arð á ári og við viljum einfaldlega að þeir komi til móts við okkur,“ segir hann. Næsti samningsfundur er á morgun. Kristján kveðst vonast til að málið leysist áður en kemur til fyrstu vinnustöðvunarinnar sem boðuð er 8. apríl. Hann bendir á að aðalfundur Isavia ohf. fari fram í dag. „Þar verða stjórnarskipti. Við skulum vona að það verði einhver pínulítill bautasteinn á leiðinni, að það komi ný stjórn sem markar nýja stefnu. Þetta getur að minnsta kosti ekki versnað.“ Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
„Útspilið verður að koma frá þeim,“ segir Kristján Jóhannsson, formaður Félags flugmálastarfsmanna ríkisins, eins þriggja stéttarfélaga sem boða vinnustöðvanir hjá Isavia í apríl. Eins og fram hefur komið hafa Félag flugmálastarfsmanna ríkisins, Stéttarfélag í almannaþjónustu og Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna ekki náð samkomulagi við Samtök atvinnulífsins um nýjan kjarasamning fyrir þá 400 meðlimi félaganna sem starfa hjá Isavia. Því eru boðaðar þrjár fimm klukkustunda vinnustöðvanir í apríl og síðan ótímabundið verkfall frá 30. apríl. Kristján segir samtöl við félagsmenn hafa leitt í ljós að „strípaður ASÍ-samningur“ sem feli í sér 2,8 prósenta launahækkun yrði felldur í atkvæðagreiðslu. Launin séu þó aðeins hluti vandans.Alltaf sama falleinkunnin „Það er lélegur starfsandi í þessu fyrirtæki,“ segir Kristján og vitnar til ítrekaðra viðhorfskannana sem gerðar hafa verið meðal starfsmanna Isavia. Síðasta könnunin hafi verið kynnt fyrir nokkrum vikum. „Það er alltaf sama falleinkunnin sem kemur í Keflavík þar sem 57 prósent starfsmanna segjast nú óánægð í starfinu,“ segir Kristján sem kveður starfsfólk bæði ósátt við launin og yfirstjórnina. „Þeir reka rosalega harða starfsmannastefnu og starfsfólkið er orðið langþreytt.“ Aðspurður vill Kristján ekki gefa launakröfur stéttarfélaganna þriggja upp í prósentum. „Við höfum alltaf sagt að við erum til í að taka upp ASÍ-samninginn með viðbótum. Við viljum fá leiðréttingar fyrir þessa hópa sem hafa bæði setið eftir og hafa orðið fyrir miklum breytingum í starfi. Sú farþegafjölgun sem er að skila sér til landsins bitnar á okkar fólki með meira álagi. Það er alveg sama þótt tíu nýliðum sé bætt við, mesta pressan lendir alltaf á þeim sem fyrir eru og kunna starfið.“Vonast eftir stefnubreytingu eftir stjórnarskipti í dag Einnig segir Kristján til þess litið að Isavia sé opinbert hlutafélag sem að öllu leyti sé í eigu ríkisins. „Þeir hafa rekið mjög harða stefnu gagnvart því að umbreyta sér yfir í einhvers konar fyrirtæki á markaði. Það er fráleitt því Isavia er fyrst og fremst fyrirtæki í einokunarstöðu sem skilar tugum eða hundruðum milljóna í arð á ári og við viljum einfaldlega að þeir komi til móts við okkur,“ segir hann. Næsti samningsfundur er á morgun. Kristján kveðst vonast til að málið leysist áður en kemur til fyrstu vinnustöðvunarinnar sem boðuð er 8. apríl. Hann bendir á að aðalfundur Isavia ohf. fari fram í dag. „Þar verða stjórnarskipti. Við skulum vona að það verði einhver pínulítill bautasteinn á leiðinni, að það komi ný stjórn sem markar nýja stefnu. Þetta getur að minnsta kosti ekki versnað.“
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira