Innlent

Kennaraverkfalli gæti lokið á morgun

Verkfallið snertir á þriðja tug þúsund framhaldsskólanema.
Verkfallið snertir á þriðja tug þúsund framhaldsskólanema. Vísir/Stefán
Ólafur Hjörtur Sigurjónsson, formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum, segist í samtali við RÚV hóflega bjartsýnn á að samningaviðræðum í kjaradeilu framhaldsskólakennara gæti lokið á morgun.

Fundað var í húsakynnum Ríkissáttasemjara frá tíu í gærmorgun til miðnættis. Fundur hófst aftur klukkan níu í morgun.

Ólafur segir að verið sé að kynna drög fyrir stóru samninganefndunum. Verkfall framhaldsskólakennara hófst 17. mars og lýkur þriðju skólaviku verkfalls á morgun.




Tengdar fréttir

Engin lausn í sjónmáli í kennaradeilunni

"Við erum ekki farin að sjá til lands í þeim málum sem standa út af, það er launaliðnum og því hversu háum fjárhæðum verður varið til innra starfs í skólunum,“ segir Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður samninganefndar Félags framhaldsskólakennara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×