Þrjátíu prósentum af matvörum verslana hent í ruslið Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 3. apríl 2014 10:12 Dæmi um mat og vörur sem er hent í gáma fyrir utan íslenskar verslanir. Mynd/aðsend Í dag fer fram málþing um matarleifar í Norræna húsinu. Tilgangurinn er að vekja athygli á þeirri gríðarlegu verðmætasóun sem á sér stað í matvælaframleiðslu, smásölu og hjá neytendum. Enda hafi sóunin ekki eingöngu áhrif á matvælaverð heldur sé hún einnig mikið umhverfisvandamál. „Þrjátíu prósentum af mat sem kemur í verslanir hér á landi er hent. Í Evrópu er hent 90 milljónum tonna af mat á ári,“ segir Þuríður Helga Kristjánsdóttir, verkefnastjóri hjá Norræna húsinu. „Þetta er matur sem hægt er að borða, oft er hann ekki kominn yfir síðasta söludag. Stundum er það tilfellið en maturinn er samt alls ekki skemmdur.“ Þuríður segir að mögulega séu stórmarkaðir að rýma fyrir nýjum vörum og því sé eldri vörum hent. „Þetta er mikilvægt málefni út frá umhverfislegum og fjárhagslegum forsendum. Fólk hefur ekki efni á mat en svo er verið að henda honum í tonnatali. Sóunin er gríðarleg. Það er líka fleira í gámunum en matur, til dæmis klósettpappír sem er pínulítið rifinn, hreinsiefni og annað. Öllu er svo hrúgað í sama gáminn og engin flokkun,“ segir Þuríður.Þuríður Helga Kristjánsdóttir, verkefnastjóri hjá Norræna húsinu, segir synd að fólk hafi ekki efni á mat en svo sé honum hent í tonnatali.mynd/aðsendHún segir forgangsmál hjá Norrænu ráðherranefndinni að taka á þessum vanda, meðal annars með því að samræma aðgerðir og koma upp matarbönkum. Slík tilraun hefur gefist vel í Noregi. „Þá geta verslanir farið með vörurnar sínar í matarbankann og bankinn dreifir til fátækra og heimilislausra, eða býr til súpu úr afgöngunum og býður upp á mat.“ Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, segir Bónus vera með umhverfisstefnu sem unnið er eftir og allt rusl sé flokkað enda sé bæði umhverfis- og fjárhagslegur ávinningur af því. „Við stefnum líka að því að losa okkur við allar vörur fyrir síðasta söludag með því að afsláttarmerkja þær. Því sem við náum ekki að selja er fargað. Ef ég tek ávexti og grænmeti sem dæmi þá selst ekki varan ef hún lítur illa út jafnvel þótt það sé í góðu lagi með hana. Því höfum við brugðið á það ráð að pakka í 50 króna poka og selja hana þannig. Það sem ekki selst af því fer í lífrænan úrgang.“ Guðmundur segist fagna aukinni umræðu og þeirri vakningu sem á sér stað í samfélaginu. „Ég er tilbúinn að hlusta á hugmyndir um hvernig við getum nýtt þessa matarafganga betur og reynt að takmarka sóun eins og hægt er.“Ruslarar sem hirða matinn úr gámunum Björk Hólm Þorsteinsdóttir gerði BA-ritgerð um lífsstíl ruslara, eða þeirra sem safna mat úr gámum og neyta. Hún talaði við átta einstaklinga sem annaðhvort einungis lifðu á að rusla, eins og það er kallað, eða höfðu á einhverjum tímapunkti stundað það mikið. Hún segir að þegar maður sjái yfirfulla ruslagáma af mat sem ekki er ónýtur og heyri svo um matarskort í heiminum þá sjái maður vel birtingarmynd misskiptingar auðsins í heiminum og talar hún í því samhengi um firringuna í ruslagámnum. „Allir viðmælendur stunduðu þetta af vali og gerðu ekki af neyð. Það voru pólitísk sjónarmið sem létu þau fara þessa leið og þau vildu takmarka sína þátttöku í neyslusamfélaginu. En þetta er mjög víður og breiður hópur sem stundar þetta á Íslandi og gerir þetta af mismunandi ástæðum,“ segir Björk. Viðmælendur Bjarkar stunduðu það að rusla helst á nóttinni en það að fara í ruslagám annarra er lögbrot og því best að búðin sé lokuð. „Flestar búðir eru með lása eða eftirlitsmyndavélar sem vakta gámana. Búðin á ruslið þótt hún sé komin í gáminn. Á síðustu þremur árum hefur öryggisgæslan aukist og virðist vera sem passað sé að fólk komist ekki í ruslið. Maður spyr sig af hverju búðir leggja sig í líma við að hindra fólk að sjá hverju verið er að henda.“ Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Innlent Fleiri fréttir Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Sjá meira
Í dag fer fram málþing um matarleifar í Norræna húsinu. Tilgangurinn er að vekja athygli á þeirri gríðarlegu verðmætasóun sem á sér stað í matvælaframleiðslu, smásölu og hjá neytendum. Enda hafi sóunin ekki eingöngu áhrif á matvælaverð heldur sé hún einnig mikið umhverfisvandamál. „Þrjátíu prósentum af mat sem kemur í verslanir hér á landi er hent. Í Evrópu er hent 90 milljónum tonna af mat á ári,“ segir Þuríður Helga Kristjánsdóttir, verkefnastjóri hjá Norræna húsinu. „Þetta er matur sem hægt er að borða, oft er hann ekki kominn yfir síðasta söludag. Stundum er það tilfellið en maturinn er samt alls ekki skemmdur.“ Þuríður segir að mögulega séu stórmarkaðir að rýma fyrir nýjum vörum og því sé eldri vörum hent. „Þetta er mikilvægt málefni út frá umhverfislegum og fjárhagslegum forsendum. Fólk hefur ekki efni á mat en svo er verið að henda honum í tonnatali. Sóunin er gríðarleg. Það er líka fleira í gámunum en matur, til dæmis klósettpappír sem er pínulítið rifinn, hreinsiefni og annað. Öllu er svo hrúgað í sama gáminn og engin flokkun,“ segir Þuríður.Þuríður Helga Kristjánsdóttir, verkefnastjóri hjá Norræna húsinu, segir synd að fólk hafi ekki efni á mat en svo sé honum hent í tonnatali.mynd/aðsendHún segir forgangsmál hjá Norrænu ráðherranefndinni að taka á þessum vanda, meðal annars með því að samræma aðgerðir og koma upp matarbönkum. Slík tilraun hefur gefist vel í Noregi. „Þá geta verslanir farið með vörurnar sínar í matarbankann og bankinn dreifir til fátækra og heimilislausra, eða býr til súpu úr afgöngunum og býður upp á mat.“ Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, segir Bónus vera með umhverfisstefnu sem unnið er eftir og allt rusl sé flokkað enda sé bæði umhverfis- og fjárhagslegur ávinningur af því. „Við stefnum líka að því að losa okkur við allar vörur fyrir síðasta söludag með því að afsláttarmerkja þær. Því sem við náum ekki að selja er fargað. Ef ég tek ávexti og grænmeti sem dæmi þá selst ekki varan ef hún lítur illa út jafnvel þótt það sé í góðu lagi með hana. Því höfum við brugðið á það ráð að pakka í 50 króna poka og selja hana þannig. Það sem ekki selst af því fer í lífrænan úrgang.“ Guðmundur segist fagna aukinni umræðu og þeirri vakningu sem á sér stað í samfélaginu. „Ég er tilbúinn að hlusta á hugmyndir um hvernig við getum nýtt þessa matarafganga betur og reynt að takmarka sóun eins og hægt er.“Ruslarar sem hirða matinn úr gámunum Björk Hólm Þorsteinsdóttir gerði BA-ritgerð um lífsstíl ruslara, eða þeirra sem safna mat úr gámum og neyta. Hún talaði við átta einstaklinga sem annaðhvort einungis lifðu á að rusla, eins og það er kallað, eða höfðu á einhverjum tímapunkti stundað það mikið. Hún segir að þegar maður sjái yfirfulla ruslagáma af mat sem ekki er ónýtur og heyri svo um matarskort í heiminum þá sjái maður vel birtingarmynd misskiptingar auðsins í heiminum og talar hún í því samhengi um firringuna í ruslagámnum. „Allir viðmælendur stunduðu þetta af vali og gerðu ekki af neyð. Það voru pólitísk sjónarmið sem létu þau fara þessa leið og þau vildu takmarka sína þátttöku í neyslusamfélaginu. En þetta er mjög víður og breiður hópur sem stundar þetta á Íslandi og gerir þetta af mismunandi ástæðum,“ segir Björk. Viðmælendur Bjarkar stunduðu það að rusla helst á nóttinni en það að fara í ruslagám annarra er lögbrot og því best að búðin sé lokuð. „Flestar búðir eru með lása eða eftirlitsmyndavélar sem vakta gámana. Búðin á ruslið þótt hún sé komin í gáminn. Á síðustu þremur árum hefur öryggisgæslan aukist og virðist vera sem passað sé að fólk komist ekki í ruslið. Maður spyr sig af hverju búðir leggja sig í líma við að hindra fólk að sjá hverju verið er að henda.“
Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Innlent Fleiri fréttir Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Sjá meira