Innlent

Stuðningur við stjórnina dvínar enn

Stefán Árni Pálsson skrifar

Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar um fimm prósentustig milli mánaða, en rúmlega 37% þeirra sem tóku afstöðu segjast styðja hana nú og mælist stuðningur við stjórnina minni en samanlagt fylgi stjórnarflokkanna en þetta kemur fram í nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup.

Litlar breytingar eru á fylgi flokka milli mánaða. Helstu breytingar eru þær að fylgi Framsóknarflokksins minnkar um tvö prósentustig en rúmlega 13% segjast myndu kjósa flokkinn nú.

Að sama skapi eykst fylgi Bjartar framtíðar um tvö prósentustig milli mánaða en tæplega 18% segjast myndu kjósa flokkinn nú. Fylgi annarra flokka breytist lítið eða á bilinu 0,1-0,8 prósentustig milli mánaða.

Rösklega 24% segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, tæplega 17% Samfylkinguna, rúmlega 12% Vinstrihreyfinguna - grænt framboð og rúmlega 9% Pírata færu kosningar til Alþingis fram nú. Tæplega 7% segjast myndu kjósa aðra flokka en nú eiga sæti á Alþingi.

Rúmlega 10% taka ekki afstöðu eða neituðu að gefa hana upp og tæplega 11% segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa ef kosið yrði til Alþingis í dag.

mynd/gallup


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.