Fleiri fréttir

Umhyggja byggir upp styrktarsjóð

Átak sem felst í því að byggja upp öflugan styrktarsjóð á vegum Umhyggju - félags til stuðnings langveikum börnum hefst í dag. Átakið felur í sér að safna Umhyggjusömum einstaklingum - fólki sem greiðir mánaðarlegt framlag í styrktarsjóðinn og stendur þannig á bak við langveik börn og fjölskyldur þeirra.

Darri leikur í Dexter

Leikarinn Darri Ingólfsson hefur landað hlutverki í raðmorðingjadramanu Dexter, sem eru með vinsælli þáttum í heiminum þessa dagana. Darri mun leika fornmunasala sem tekur saman við nágrannakonu Dexters að því er fram kemur í erlendum fjölmiðlum.

Herjólfur siglir til Landeyja í dag

Herjólfur mun sigla frá Vestmannaeyjum til Landeyjahafnar í dag samkvæmt áætlun. Í tilkynningu segir að staðfest sé brottför Herjólfs í fyrstu ferð dagsins, frá Vestmannaeyjum kl. 08:00 og frá Landeyjahöfn kl. 10:00. Farþegar eru vinsamlegast beðnir að fylgjast með fréttum á herjolfur.is, á facebook síðu Herjólfs og síðu 415 í textavarpi RUV.

Kennarar geti tekist á við sérþarfirnar

Dósent á menntavísindasviði segir ótækt að auka starfsumfang kennara án aukinnar þekkingar. Rannsóknir sýna að einstaklingsmiðuð stuðningsáætlun geti bætt hegðun til muna. "Erfiðir“ nemendur mest krefjandi í skólastarfinu.

Rannsaka ríkisaðstoð til Hörpu

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) telur að fjármögnun á starfsemi tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu í Reykjavík feli hugsanlega í sér ríkisaðstoð. Það gangi að nokkru leyti gegn ákvæðum EES-samningsins og hefur ESA því ákveðið að hefja formlega rannsókn.

Segir fjórflokkinn verja sitt

Smærri framboðin vilja að stjórnmálaflokkarnir nái saman um að lækka það hámark sem stjórnmálaflokkarnir verja til auglýsinga fyrir kosningar. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær hafa flokkarnir ekki náð saman um slíkt þak.

Fljótari að hækka

Styrking krónunnar hefur í öllum tilfellum minni áhrif á verðlag en veiking hennar gerir til skamms tíma. Vörur hafa því fremur tilhneigingu til að hækka í verði en lækka.

Lögregla hætt að skoða vændi

Lögreglan á Akureyri hefur hætt rannsókn á mögulegri vændisstarfsemi í bænum. Greint var frá því í fjölmiðlum í lok febrúar að lögreglunni hefðu borist ábendingar um að fjórar konur í bænum stunduðu skipulagt vændi.

Draga þarf úr sókn í laxveiðiár

Draga þarf úr sókn í laxveiðiánum vegna niðursveiflu í laxastofnunum í ánum, til þess að tryggja nægjanlega hrygningu og veiðiþol þeirra síðar, segir meðal annars í nýrri skýrslu Veiðimálastofnunar.

Braust inn í íbúð í Grafarvogi

Lögreglu var tilkynnt um innbrot í íbúð í fjölbýlishúsi í Grafarvogi laust fyrir miðnætti. Þjófurinn hafði brotið rúðu til að komast inn og stal hann ýmsum verðmætum, meðal annars myndavél, farsíma og myndvarpa. Af skeyti lögreglu má ráða að þjófurinn hafi komist undan og sé ófundinn.

Þórhildur og Örn Bárður í framboði

Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri mun leiða lista Lýðræðisvaktarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður í komandi alþingiskosningum. Í öðru sæti verður sóknarpresturinn Örn Bárður Jónsson.

Dýrasta skip Íslendinga smíðað fyrir olíuborpalla

Tilkynnt var í dag um smíði á fyrsta sérhæfða skipi Íslendinga til að þjónusta olíuborpalla. Þetta er jafnframt dýrasta skip sem íslenskt fyrirtæki hefur keypt. Skipið verður smíðað í Noregi, kostar 7,3 milljarða króna. og verður afhent nýju íslensku félagi, Fáfni offshore, í júlí á næsta ári. Aðaleigandi þess er Steingrímur Erlingsson en heimahöfn skipsins verður í Fjarðabyggð. Skipið er sérhæft til að flytja borstangir og annan varning til olíuborpalla en Færeyingar eru meðal þeirra sem komið hfa sér upp flota slíkra þjónustuskipa á undanförnum árum. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra tilkynnti um smíðasamninginn á fundi í Fosnavaag í Noregi í dag. Í tilkynningu utanríkisráðuneytisins kemur fram að þetta sé dýrasta skip sem íslenskt fyrirtæki hafi keypt og er haft eftir ráðherranum að smíði þess marki tímamót í iðnaðarsögu Íslendinga. Skipið er sérstaklega byggt og styrkt fyrir aðstæður í Norður-Íshafi og verður tæplega 90 metra langt. Á því verður m.a. þyrlupallur og sérstakur eldvarnar- og hreinsibúnaður ef óhapp verður.

Engir ytri áverkar á líkama barnsins

Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 27.mars, grunaður um að hafa orðið valdur að dauða fimm mánaða gamallar dóttur sinnar. Rannsókn réttarlæknis bendir til að dánarorsök hafi verið blæðingar í heila.

Forseti Alþingis beitir nýjum aðferðum

Nær útilokað er að nokkrar breytingar verði samþykktar á stjórnarskránni fyrir þinglok en úrslitatilraun leiðtoga stjórnarflokkanna og stjórnarandstöðunnar fóru út um þúfur í dag. Ekki verður boðað til fundar á Alþingi fyrr en samkomulag liggur fyrir um afgreiðslu annarra mála en þingmenn sátu flestir með hendur í skauti í dag.

Trúa ekki að neysla hrogna auki kyngetuna

Það er rangt að Japanir telji að loðnuhrogn hafi fjörgandi áhrif á kynlíf. Þeir telja aftur á móti almennt að hrognin séu ljúffengur og heilnæmur matur. Þetta segir Katsjui Kawaharata, en hann er staddur hér á landi, ásamt hópi japanskra hrognakaupenda og hafa þeir meðal annars heimsótt Síldarvinnsluna í Neskaupstað. Heimsókn þeirra er meðal annars lýst á vef fyrirtækisins.

Lögreglumenn kvörtuðu undan þingmönnum

Nokkrir þingmenn, sem studdu Búsáhaldabyltinguna, sáu sér leik á borði með því að rekast í lögreglumenn sem lágu örþreyttur á gólfum Alþingishússins. Frá þessu greinir lögreglumaðurinn Þorvaldur Sigmarsson í nýútkominni bók sem ber titilinn Búsáhaldabyltingin.

Fullkomin óvissa um stjórnarskrána

Fullkomin óvissa ríkir um það hvort nokkur breyting verður gerð á stjórnarskránni áður en alþingismenn yfirgefa þingið og halda í kosningabaráttu fyrir kosningarnar í næsta mánuði. Leiðtogar flokkanna reyna að ná samkomulagi og á meðan liggja allir fundir niðri á Alþingi.

Borgin afsali sér höfuðborgartitlinum

"Sé það vilji borgaryfirvalda að loka flugvellinum og hunsa þannig vilja þjóðarinnar er spurning hvort borgarstjórn eigi ekki að ganga alla leið og afsala sér höfuðborgartitlinum." Svo segir í ályktun Framsýnar, stéttarfélags Þingeyinga, þar sem ítrekuð er áskorun til borgarstjórnar og skipulagsyfirvalda í Reykjavík að tryggja að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni. Framsýn segir að tryggja verði tilvist miðstöðvar innanlandsflugs í næsta nágrenni við helstu heilbrigðis-, mennta- og stjórnsýslustofnanir landsins. "Ljóst er að flugvöllurinn gegnir veigamiklu hlutverki í samgöngumálum þjóðarinnar, ekki síst er varðar aðgengi fólks utan höfuðborgarsvæðisins að hátæknisjúkrahúsum. Líflínan liggur í gegnum flugvöllinn. Samkomulag ríkistjórnarinnar og borgaryfirvalda um að reisa byggð í Vatnsmýrinni er fyrsta skrefið í að leggja niður Reykjavíkurflugvöll. Almannahagsmunir krefjast þess að friður skapist um flugvöllinn í stað þeirrar miklu óvissu sem verið hefur um framtíð vallarins samkvæmt skipulagi Reykjavíkurborgar. Í gegnum tíðina hefur verið byggð upp opinber þjónusta á höfuðborgarsvæðinu fyrir almannafé, ekki síst af landsbyggðinni. Borgarstjórn Reykjavíkur ber skylda til að veita íbúum landsbyggðarinnar aðgengi að þjónustunni með sem bestum hætti. Lokun flugvallarins í Vatnsmýrinni er ekki leiðin til þess," segir stéttarfélag Þingeyinga.

Stórt snjóflóð á Flateyri

Stórt snjóflóð féll úr skollahvilft ofan við Flateyri á fimmta tímanum í nótt og náði tunga úr því alveg niður á þjóðveg, en snjóflóðamannvirki ofan við bæinn virkuðu sem skyldi. Vegagerðin hreinsaði veginn í morgun en flóð kunna að hafa fallið víðar á Vestfjörðum í nótt. Það kemur hinsvegar ekki í ljós fyrr en veður lægir og hættir að skafa. Flóðið í nótt kom úr sama gili og hafmaraflóðið árið 1995, en var margfalt minna.-

Gríðarleg hækkun á mjólk

Gríðarleg hækkun varð á heimsmarkaðsverði mjólkurafurða á uppboði Global Dairy Trade, sem haldið var í gær, samkvæmt því sem greint er frá á heimasíðu Landssambands kúabænda. Mjólkurafurðir hækkuðu jafnaði um tæp 15 prósent frá síðasta uppboði fimmta mars síðastliðinn. Á því uppboði hækkaði verðið um tíu prósent þannig að verð á mjólkurafurðum er á hraðri uppleið á heimsmarkaði. Ein aðal ástæðan mun vera miklir þurrkar á Nýja Sjálandi. Þessi hækkun kemur sér vel fyrir íslenska kúabændur þar sem megnið af útflutningi mjólkurafurða héðan er á vormánuðum, þegar framleiðslan er mest.-

Góð loðnuveiði á Breiðafirði

All góð loðnuveiði var á Breiðafirði í gær úr svonefndri vestangöngu og er nú lítið orðið eftir óveitt af heildarkvótanum.

Láta pólitík eiga sig í skólanum

"Þetta er mjög óvenjulegt að tveir í svona litlum bekk eigi möguleika á að komast inn á þing hvor fyrir sinn flokkinn,“ segir Karl Garðarsson, laganemi við Háskólann í Reykjavík og frambjóðandi fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavíkurkjördæmi suður.

Erfitt að fá viðræður við ESB teknar upp

Verði aðildarviðræðum við Evrópusambandið slitið gæti orðið erfitt að fá viðræðurnar teknar upp aftur síðar. Þetta er skoðun Carls Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar. Hann segir mikilvægi Íslands mikið í tilliti til norðurslóðamála.

Segjast knúnir í þrot vegna ólöglegra lána

Unnið er að bótakröfum á hendur bönkum vegna krafna þeirra í bú gjaldþrota fyrirtækja sem byggja á ólögmætum útreikningi gengisbundinna lána. Lögmaður segir lífeyrissjóði og stærri kröfuhafa þurfa að skoða rétt sinn vegna þessa.

„Blekktu samfélagið í heild“

Sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og fimm öðrum fyrrverandi starfsmönnum bankans fyrir stórfellda markaðsmisnotkun og umboðssvik framin árið 2007 og 2008. Ákæran er sú fyrsta í hrunmáli tengdu Landsbankanum.

Vörur verði merktar Inspired by Iceland

Alþjóðlegt ráðgjafafyrirtæki telur að einfalda þurfi stjórnsýslu ferðaþjónustunnar. Setja þurfi skýr þolmörk varðandi fjölda ferðamanna. Vill sameina vörumerki fyrir Íslandskynningu í Inspired by Iceland og merkja jafnvel íslenskar vörur með því.

Götur í borginni rykbundnar vegna svifryksmengunnar

Vegna mikillar svifryksmengunar í borginni í gær og horfum á áframhaldandi þurrki, greip borgin til þess ráðs að rykbinda götur með saltpækli og hófst aðgerðin klukkan þrjú í nótt.

Víða ófært eftir óveðrið í nótt

Óveður var víða á Vestfjörðum, Norðurlandi og Norðausturlandi í gærkvöldi og fram á nótt og eru vegir víða þungfærir eða alveg ófærir.

Litlu munaði að nokkrir bílar lentu í snjóflóði í Ólafsfjarðarmúla

Minnstu munaði að nokkrir bílar lentu í snjóflóði, sem féll á þjóðveginn um Ólafsfjarðarmúla, um klukkan hálf átta í gærkvöldi, og ók einn bíll inn í flóðið í þann mund sem það var að stöðvast. Hann festist og aðstoðuðu björgunarsveitarmenn við að losa hann.

Sjá næstu 50 fréttir